Site icon Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín með risastökk á stigalista Áskorendamótaraðarinnar- og heimslista atvinnukylfinga

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, í gær þegar hann endaði jafn í öðru sæti á B-NL-Challenge mótinu í Hollandi.

Haraldur Franklín fór upp um 50 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Nánari upplýsingar um stigalistann eru hér:

Hann er nú í sæti nr. 38 og er í góðri stöðu að komast inn á lokamótið þar sem að 45 efstu á stigalistanum keppa um sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Haraldur Franklín tók einnig risastökk á heimslista atvinnukylfinga í karlaflokki. Hann fór upp um 299 sæti eftir mótið um helgina – og er í dag í sæti nr. 557.

Haraldur Franklín var í sæti nr. 685 á heimslistanum í lok ársins 2020 en hann var í sæti nr. 856 í síðustu viku.

Nánar um heimslista atvinnukylfinga – smelltu hér:

Exit mobile version