Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru báðir á meðal keppenda á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Portúgal í þessari viku.
Opna portúgalska meistaramótið fer fram á Royal Óbidos vellinum.
Mótið er hluti af sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Mótið í Portúgal er það fimmta hjá Guðmundi Ágústi á Evrópumótaröðinni. Hann hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á Evrópumótaröðinni og endaði þá í 57. sæti á Euram Bank Open sem fram fór í byrjun ágúst á þessu ári.
Þetta er fjórða mótið hjá Haraldi Franklín á sterkustu mótaröð Evrópu fyrir atvinnukylfinga í karlaflokki. Hann hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Það var einnig á Euram Bank Open þar sem hann endaði í 50. sæti.

