Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni (Challengetour). Þetta kemur fram í frétt á RÚV.
Haraldur Franklín er öruggur með að vera á meðal fimm efstu á stigalista Nordic Tour mótaraðarinnar. Fimm efstu sætin tryggja keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Haraldur Franklín er þessa dagana að leika á Nordic Tour atvinnumótaröðinni þar sem hann hefur náð góðum árangri. Lokamótið fer fram í Eistlandi þessa dagana.
Skorið er uppfært hér:
Þar með er ljóst að tveir íslenskir atvinnukylfingar verða á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistari í golfi 2019, tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni fyrr á þessu ári með því að sigra á þremur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni.
Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst eiga enn möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, sjálfri Evrópumótaröðinni. Þeir eru báðir á meðal keppenda á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á fjórum keppnisvöllum á Spáni í nóvember.