Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín sigraði með fjögurra högga mun

Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín Magnús úr GR sigraði á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þetta er fyrsti sigur hans á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en Haraldur lék samtals á -4 og var fjórum höggum betri en Sigurþór Jónsson úr GK sem varða annar en hann Sigurþór lék best allra á lokahringnum. Benedikt Sveinsson úr GK varð þriðji á +1 samtals.

„Þetta var frábært mót og Urriðavöllur er í frábæru standi. Það eru allar flatirnar á vellinum góðar og gott að slá inn á þær og þær taka vel við. Vissulega var veðrið að hafa áhrif á þetta allt saman en það rigndi mikið í gær á okkur en þetta jafnast allt út. Ég er sáttur við þetta mót en ég hefði vissulega viljað gera betur á hinum tveimur mótunum sem ég tók þátt í á Eimskipsmótaröðinni. Ég var aldrei að spila illa en ég hefði viljað spila betur,“ sagði Haraldur Franklín eftir sigurinn í dag.


Lokastaðan í karlaflokki hjá efstu kylfingunum:

1. Haraldur Franklín Magnús, GR 209 högg (70-67-72) -4
2. Sigurþór Jónsson, GK 213 högg (70-76-67) par
3. Benedikt Sveinsson, GK 214 högg (76-67-71) + 1
4. Stefán Már Stefánsson, GR 216 högg (72-69-75)+ 3
5. Helgi Dan Steinsson, GG 219 högg (70-73-76) + 6
6. Aron Snær Júlíusson, GKG 220 högg (78-69-73)+ 7
7.-8. Gísli Þór Þórðarson, GR 221 högg (71-76-74) + 8
7.-8. Andri Már Óskarsson, GHR 221 högg (73-73-75) + 8
9.-10. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 225 högg (75-74-76) + 12
9.-10. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 225 högg (77-72-76) + 12

Frá vinstri: Finnur Oddsson forstjóri Nýherja, Sigurþór Jónsson, Haraldur Franklín Magnús, Benedikt Sveinsson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ:


Haraldur Franklín Magnús slær hér á 16. teig á Urriðavelli:

Sigurþór Jónsson, GK:


Benedikt Sveinsson GK: 

Exit mobile version