Site icon Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín upp um rúmlega 200 sæti á heimslistanum – er fyrir ofan Tiger Woods

Haraldur Franklin Magnús.

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur náð frábærum árangri á undanförnum vikum á Nordic League atvinnumótaröðinni. Haraldur Franklín endaði í öðru sæti á tveimur síðustu mótum en mótaröðin sem hann leikur á er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Haraldur fór upp um 208 sæti á heimslistanum sem er uppfærður vikulega. Haraldur Franklín er efstur þeirra Íslendinga sem eru á listanum en alls eru níu kylfingar á heimslista karla.

Axel Bóasson úr Keili hefur farið upp um 847 sæti á heimslistanum á þessu ári.

Til samanburðar má geta þess að Tiger Woods er í sæti nr. 876 á heimslistanum þessa stundina og er Haraldur Franklín því fyrir ofan Woods á þessum lista.

Nafn Staðan á heimslista Staðan í síðustu viku Staðan í lok ársins 2016
Haraldur Franklín Magnús, GR 849 1057 *
Axel Bóasson, GK 1019 1018 1866
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 1187 1169 996

 

Exit mobile version