Haukadalsvöllur við Geysi var opnaður á ný þann 5. júlí s.l. en völlurinn þykir einn af allra áhugaverðustu golfvöllum landsins. Golfvöllurinn var opnaður fyrir 15 árum og er nú rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis. Í tilkynningu frá Golfklúbbnum Geysi segir að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að koma Haukadalsvelli í sama horf og áður.
Umferð um völlinn hefur farið ört vaxandi á fyrstu vikum júlímánaðar og greinilegt að Haukadalsvöllur var ekki gleymdur eftir að hafa verið í „dvala“ á meðan viðarmikil endursáning fór fram á golfvallarsvæðinu. Eigendur og rekstraraðilar ánægð og þakklát fyrir þann mikla áhuga sem kylfingar og aðrir gestir hafa sýnt Haukadalsvelli eftir að hann var opnaður aftur.
Haukadalsvöllur er í hópi margra golfvalla Íslands sem eru einstakir á sinn hátt, og gestir heillast af náttúrufegurð vallarins. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins. Það er ljóst að honum tókst vel upp með ætlunarverkið að leggja nýjan golfvöll í það landslag sem var fyrir með sem minnstu jarðraski. Kylfingar sem leika á vellinum fá á tilfinninguna að völlurinn hafi ávallt verið í þessu umhverfi.
Hver einast golfhola Haukadalsvallar er með sín sérkenni og eflaust skiptar skoðanir eru um hvaða holur vallarins standi upp úr í fegurð og glæsileika. Tvær par 3 holur eru á Haukadalsvelli. Þær eru báðar við Almenningsá sem rennur af krafti í gegnum völlinn.
Eins og áður hefur komið fram eru Haukadalsvöllur rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis. Upphafs – og lokahola vallarins hefur því verið snúið eins og Haukadalsvöllur var í upphafi. Kylfingar hefja því leik við Geysissvæðið og ljúka leik við klúbbhúsið sem er í „gamla golfskálanum“ þar sem í dag er rekið hótelið Litli-Geysir.
Haukadalsvöllur er 9 holur og er par vallarins 37 á 9 holum og 74 á 18 holum.
Unnið er að því að koma Haukadalsvelli inn í rástímakerfið Golfbox. Tekið er á móti rástímabóknum á Litli Geysir í síma 790 6800 eða í gegnum geysir@geysircenter.is
Myndasafn frá Haukadalsvelli – fyrir breytingar:



