Haukur Örn Birgisson fyrrverandi forseti GSÍ og Evrópska golfsambandsins hefur tekið sæti í sex manna framkvæmdastjórn opna breska meistaramótsins í golfi, The Open og The Women’s Open. Hann mun hafa aðkomu að opnu bresku meistaramótunum á árunum 2025 til 2028. Hjá körlunum fer mótið fram í júlí en hjá konunum í ágúst. The Open er eitt elsta íþróttamót heimsins sem enn er haldið og fór fyrst fram árið 1860. The Women’s Open fór fram í fyrsta skipti 1976 og því stutt í hálfrar aldar afmæli.
/
- Pistlahöfundur: Arnar Geirsson