GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Auglýsing

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var í dag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

„Ég er afar stoltur af því hafa verið valinn til forystu hjá Evrópska golfsambandinu og lít á það sem mikla viðurkenningu á því góða starfi sem unnist hefur í golfhreyfingunni á Íslandi undanfarin ár. Eftir því er tekið á alþjóðlegum vettvangi og ég hlakka til að fá tækifæri til þess að miðla þekkingu milli íslenskra og annarra evrópskra golfklúbba“, sagði Haukur Örn í kjölfar kosningarinnar.

Haukur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem tekur sæti í stjórn Evrópska golfsambandsins. Hann var tilnefndur sem fulltrúi Norðurlandanna og austur-Evrópu í þessu kjöri.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing