Site icon Golfsamband Íslands

Haukur Örn: „Lán í óláni að golfíþróttin stendur sem hæst á sumrin“

Haukur Örn Birgisson. Mynd/seth@golf.is

Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, segir að það sé lán í óláni fyrir golfíþróttina hér á landi að hún standi sem hæst á sumrin.

Hann vonast til að sumarið á Íslandi í golfinu verði eins og best verði á kosið. Þetta kom fram í viðtali sem birt var í íþróttaþætti Stöðvar 2 í gærkvöld.

Haukur var í viðtali hjá Arnari Björnssyni í Sportpakkanum í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir stöðuna í golfíþróttinni hér á landi og erlendis.

„Golfíþróttin býður upp á að hægt sé að leika hana með þeim takmörkunum sem í gildi eru. Auðvitað þyrfti að gera ákveðnar breytingar á hinu og þessu en við vonum að þessum takmörkunum verði aflétt eftir einn og hálfan mánuð þegar okkar tímabil byrjar. Inniæfingar og æfingar hjá börn og unglingum hafa fallið niður og það er mjög skiljanlegt.“

Fréttin í heild sinni á visir.is

Exit mobile version