Haustfundur golfdómara verður haldinn í sal D í Íþróttamiðstöðinni í Laugardag þriðjudaginn, 7. október, kl. 19:30.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Tímavarsla á Eimskipsmótaröðinni í sumar.
- Atvik í dómgæslu í sumar.
- Reglur um aðkomuvatn.
- Atvik í móti á Evrópumótaröðinni fyrr á árinu.
- Önnur mál.
Við vonumst til að sem flestir dómarar mæti, fræðist og taki þátt í uppbyggilegum umræðum.
Við viljum nota tækifærið og minna dómara á að fylla út starfsskýrslur sínar eftir sumarið. Þeir sem mæta á haustfundinn bæta honum svo auðvitað á skýrsluna. Skila þarf starfsskýrslunni fyrir 15. desember nk., en ef fyrirsjáanlegt er að þið munið ekki sinna frekari verkefnum tengdum golfreglunum á árinu er sjálfsagt að senda skýrsluna sem fyrst.