Haustfundur golfdómara fer fram 27. okt. í Laugardalnum

Dómaranefnd GSÍ boðar til haustfundar golfdómara laugardaginn 27. október kl. 9:00 – 13:00

Fundurinn verður haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Dagskrá:

  1. Dagskrá vetrarins
  2. Nýjar golfreglur 2019
  3. Hegðunarreglur á GSÍ mótum
  4. Stefnumótun GSÍ – Áherslur og sjónarmið dómara (vinnustofa)
  5. Önnur mál

Að fundi loknum býður GSÍ til hádegisverðar í íþróttamiðstöðinni.

Bein netútsending frá fundinum á þessari slóð:

Allir starfandi golfdómarar eru hvattir til að mæta.

Til að auðvelda undirbúning eru þeir sem ætla að mæta á staðinn beðnir um að láta vita til domaranefnd@golf.is (ef þú ert ekki þegar búinn að tilkynna þig)

 

Kveðja,
Dómaranefnd GSÍ

(Visited 139 times, 1 visits today)