Golfsamband Íslands óskar eftir áhugasömum einstaklingum í starfshóp varðandi rafgolf.
Þing Golfsambands Íslands 22. og 23. nóvember 2019, fól stjórn GSÍ að skipa starfshóp sem hefði það verkefni að skoða hvort og með hvaða hætti golfsambandið sinni rafgolfi (rafíþróttum, golfi utan valla).
Verði það niðurstaða og tillaga starfshópsins að taka rafgolf inn í starfið, þá geri starfshópurinn jafnframt tillögur að nauðsynlegum skipulags- og lagabreytingum og þá aðlögun á stefnu GSÍ þessu tengt.
Markmið: Að kynna golf og gera golf aðgengilegt fyrir sem flesta og þannig hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Starfshópurinn skal vinna hratt og skila skýrslu í síðasta lagi fyrir formannafund GSÍ 2020.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GSÍ í gegnum netfangið brynjar@golf.is