Heiða Guðnadóttir og Axel Bóasson.
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5.

Þetta er í fyrsta sinn sem Axel sigrar á Íslandsmótinu í holukeppni en hann hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru.  

Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2.

Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar fagnaði sigri í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í blíðskaparveðri á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Heiða sigraði Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum 4/3. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja eftir 2/0 sigur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK.

IMG_2462
„Ég kom sjálfri mér á óvart á þessu móti – og núna þorði ég að vinna,“ sagði Heiða eftir sigurinn en hún náði langt í fyrra í þessari keppni en tapaði þá fyrir systur sinni Karen Guðnadóttur úr GS. 

„Ég fann það bara í gær að ég gæti alveg unnið þetta og ég hafði trú á sjálfri mér. Það var gott að fá smá hvíld eftir undanúrslitaleikinn sem ég nýtti til þess að hlusta á tónlist og íþróttasálfræði út í bíl. Ég ákvað eftir lesturinn á íþróttasálfræðingnum Bob Rotella að pútta eins og barn. Börn eru aldrei hrædd við að pútta og ég var í þeim gír í allan dag. Aldrei hrædd og það skilaði árangri,“ sagði Heiða.

 „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman. Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015.

„Þetta mót er það besta hjá mér frá upphafi. Ég kom sjálfum mér á óvart og góð byrjun á mótinu færði mér aukinn kraft. Ég hef aldrei komist svona langt og sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni í undanúrslitunum var sá stærsti hjá mér til þessa,“ sagði Benedikt Sveinsson úr Keili eftir úrslitaleikinn gegn Axel.

IMG_2450

Íslandsmeistarar í holukeppni

Karlaflokkur:

1988 Úlfar Jónsson (1)

1989 Sigurður Pétursson (1)

1990 Sigurjón Arnarsson (1)

1991 Jón H Karlsson (1)

1992 Björgvin Sigurbergsson (1)

1993 Úlfar Jónsson (2)

1994 Birgir Leifur Hafþórsson (1)

1995 Örn Arnarson (1)

1996 Birgir Leifur Hafþórsson (2)

1997 Þorsteinn Hallgrímsson (1)

1998 Björgvin Sigurbergsson (2)

1999 Helgi Þórisson (1)

2000 Björgvin Sigurbergsson (3)

2001 Haraldur Heimisson (1)

2002 Guðmundur I. Einarsson (1)

2003 Haraldur H. Heimisson (2)

2004 Birgir Leifur Hafþórsson (3)

2005 Ottó Sigurðsson (1)

2006 Örn Ævar Hjartarson (1)

2007 Ottó Sigurðsson (2)

2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)

2009 Kristján Þór Einarsson (1)

2010 Birgir Leifur Hafþórsson (4)

2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson (1)

2012 Haraldur Franklín Magnús (1)

2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1)

2014 Kristján Þór Einarsson (2)
2015 Axel Bóasson (1)

 Kvennaflokkur

1988 Karen Sævarsdóttir (1)

1989 Þórdís Geirsdóttir (1)

1990 Ragnhildur Sigurðard (1)

1991 Karen Sævarsdóttir (2)

1992 Karen Sævarsdóttir (3)

1993 Ragnhildur Sigurðard (2)

1994 Karen Sævarsdóttir (4)

1995 Ólöf María Jónsdóttir (1)

1996 Ólöf María Jónsdóttir (2)

1997 Ragnhildur Sigurðardóttir (3)

1998 Ólöf María Jónsdóttir(3)

1999 Ólöf María Jónsdóttir(4)

2000 Ragnhildur Sigurðardóttir (4)

2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (5)

2002 Herborg Arnarsdóttir (1)

2003 Ragnhildur Sigðurðard. (6)

2004 Ólöf María Jónsdóttir(5)

2005 Ragnhildur Sigurðard.(7)

2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir (1)

2007 Þórdís Geirsdóttir (2)

2008 Ásta Birna Magnúsdóttir (1)

2009 Signý Arnórsdóttir (1)

2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1)

2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1)

2012 Signý Arnórsdóttir (2)

2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2)

2014 Tinna Jóhannsdóttir (1)
2015 Heiða Guðnadóttir (1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ