Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í golfi með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu sem fram fór í desember. Ólafía er þriðji íslenski kylfingurinn sem kemst inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði því fyrst allra árið 2005 og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fylgdi í kjölfarið árið 2007.
Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður ætla að heiðra Ólafíu með mótttöku í Laugardalshöll þriðjudaginn 29. desember og hefst athöfnin kl. 18.00. Keppnistímabilið hefst í febrúar á næsta ári hjá Ólafíu. Hún mun hefja ferilinn á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fer á Nýja-Sjálandi og í kjölfarið taka við tvö mót sem fram fara í Ástralíu. Keppnisdagatal LET Evrópumótaraðarinnar er neðst í þessu skjali.
- Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. okt. árið 1992 og er því 23 ára. Hún er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur en þar hóf hún ferilinn 10 ára gömul. Ólafía hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Á Hólmsvelli í Leiru árið 2011 og á Leirdalsvelli árið 2014. Hún lék með hinu gríðarsterka bandaríska háskólaliði Wake Forest þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2014.
- Hún lék á LETAS atvinnumótaröðinni á árinu 2015 á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur. LETAS mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu og er „hliðarmótaröð“ sjálfrar LET Evrópumótaraðarinnar.
- Ólafía endaði í 14. sæti á stigalistanum og komst hún í gegnum niðurskurðinn á 12 mótum af þeim 15 sem hún tók þátt í. Besti árangur hennar var 5. sæti. Hún náði síðan að tryggja sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu með frábærum árangri á lokaúrtökumótinu í Marokkó í desember.
- LET Evrópumótaröð kvenna var sett á laggirnar árið 1979. Mótaröðin hét WPGA á þeim tíma á síðustu 36 árum hefur mótaröðin stækkað mikið. Keppnistímabilið hefst í febrúar á næsta ári þegar keppt verður á Nýja-Sjálandi 12.-14. febrúar og mun Ólafía hefja keppnisferilinn á næst sterkustu atvinnumótaröð veraldar í kvennaflokki á því móti. Í kjölfarið fara fram tvö mót í Ástralíu, 18-21. feb., og 25.-28. feb. og verður Ólafía á meðal keppenda þar.
- Alls eru 20 mót á dagskrá og mótin fara fram víðsvegar um veröldin í fimm heimsálfum. Evrópu, Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyja-álfu. Lokamótið fer fram í Dubai 7.-10. desember. Ólafía er með keppnisrétt á öll þessi mót en í örfáum tilvikum þarf hún að leika í forkeppni til þess að komast inn líkt og aðrir nýliðar á LET Evrópumótaröðinni.
- Stærstu mótin á LET Evrópumótaröðinni eru The Evian Championship sem fram fer í Frakklandi um miðjan september og Opna breska meistaramótið Women’s British Open sem fram fer í lok júlí á Woburn Golf and Country Club á Englandi. Þau mót eru samstarfsverkefni LPGA í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaraðarinnar.
- Alls eru fimm risamót á hverju ári í atvinnugolfi kvenna sem eru hluti af LPGA og LET, en til samanburðar þá eru fjögur risamót í atvinnugolfi karla, sem eru samstarfsverkefni PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaraðarinnar.
- Flestir keppendur á LET Evrópumótaröðinni eru frá Evrópu en kylfingar frá Ástralíu eru einnig fjölmennir.
- Verðlaunaféð fyrir þá kylfinga sem ná bestum árangri á LET mótunum er töluvert. Sem dæmi má nefna að Shanshan Feng frá Kína fékk vann sér inn um 60 milljónir kr. á síðasta tímabili en hún var stigahæsti kylfingurinn á LET mótaröðinni. Árið 2013 vann Suzann Pettersen frá Noregi sér inn rúmlega 70 milljónir kr. en hún var stigahæsti kylfingur mótaraðarinnar á því ári.
- Árið 2014 var heildarverðlaunaféð á LET Evrópumótaröðinni um 1,7 milljarðar kr. en árið 2002 var þessi upphæð rétt um einn milljarður kr.
- Margir þekktir kylfingar hafa staðið uppi sem stigameistarar á LET Evrópumótaröðinni, má þar nefna Suzann Pettersen frá Noregi, Charley Hul frá Englandi, Ai Miyazato frá Japan, Sophie Gustafson frá Svíþjóð, Gwladys Nocera frá Frakklandi, Annika Sörenstam frá Svíþjóð og Laura Davies frá Englandi sem er sú sigursælasta frá upphafi með 45 sigra á LET.
Keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar 2016:
Febrúar:
12.– 14. Nýja Sjáland
ISPS Handa New Zealand Women’s Open (Clearwater Golf Club Harewood).
18.– 21. Ástralía
ISPS Handa Australia Women’s Open (The Grange Golf Course, West Course).
- – 28. Ástralía
RACV Ladies Masters (RACV Royal Pines Resort, Gold Coast, Queensland).
Mars:
- – 13. Kína
World Ladies Championship (Mission Hills Dongguan’s Rose-Poulter & Olazabal Courses).
Maí:
5.– 8. Marokkó
Lalla Meryem Cup (Royal Golf Dar Es Salam, Rabat).
12. – 15. Kína
Buick Invitational (Shanghai Qizhong Garden Golf Club).
Júní:
5. – 8. Tyrkland
Turkish Airlines Ladies Open (National Golf Club, Belek, Antalya).
- – 19. Tékkland
Pilsen Golf Masters (Golf Park Plzeň – Dýšina, Prag).
Júlí:
- – 24. Skotland
Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open (Dundonald Links, Troon).
28. – 31. England
Ricoh Women’s British Open (Woburn Golf and Country Club)
Ágúst:
- – 18. Brasilía
Ólympíuleikar (Reserva da Marapendi). - – 28. England
ISPS HANDA Ladies European Masters
September:
- – 11. Svíþjóð
The Swedish Open. - – 18. Frakkland
Evian Championship (Evian Resort Golf Club, Evian-les-Bains).
Október:
6. – 9. Frakkland
Lacoste Ladies Open de France (Golf de Chantaco, Saint Jean De Luz).
- – 16. Kína
Xiamen International Ladies Open (Xiamen Orient Golf Country Club, Haicang, Xiamen) - – 23. Kína
Sanya Ladies Open, (Yalong Bay Golf Club, Sanya, Hainan Province). - – 13. Indland
Hero Women’s Indian Open (DLF Golf and Country Club, Gurgaon).
Desember:
- – 4. Japan
Kowa Queens Cup (Liðakeppni) (Miyoshi Country Club, Aichi Prefecture). - – 10. Sameinuðu arabísku furstadæmin
Omega Dubai Ladies Masters (Emirates Golf Club, (Majlis Course).