Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Reykjavíkur hafa ákveðið í samráði við GSÍ að halda þrjú golfmót fyrir afrekskylfinga í sumar.
Tilgangur mótanna er að skapa frekari vettvang fyrir keppni afrekskylfinga á Íslandi og munu mótin gilda á heimslista áhugamanna (WAGR).
Hámarksfjöldi keppenda verður 30 og leiknar verða 54 holur á 2-3 dögum.
Mótin er einungis ætluð áhugakylfingum og gilda sömu forgjafarmörk og í stigamótum GSÍ, þ.e. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.
Mótin þrjú verða:
- Heimslistamót GKG, 17. – 18. maí.
- Heimslistamót GO, 23. – 24. ágúst.
- Heimslistamót GR, 13. – 15. september.