Alls eru 10 kylfingar frá Íslandi sem komast inn á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki. Það eru R&A og USGA sem halda utan um stigagjöfina á þessum lista. Árangur kylfinga undanfarin tvö ár telur í hvert sinn sem listinn er uppfærður eða síðustu 104 vikur.
Stigamótaraðir GSÍ í fullorðins og unglingaflokki telja inn á heimslistann ásamt heimslistamótaröðinni en tvö slíkt mót fóru fram á árinu 2020 á Íslandi. Alls eru 12 mót á þessu ári sem fram fóru á Íslandi sem telja inn á heimslista áhugakylfinga, 5 mót á stigamótaröð GSÍ og 5 mót á stigamótaröð barna – og unglinga. Fjölmörg alþjóðleg mót telja einnig á heimslista áhugakylfinga.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er efst íslenskra kvenna á heimslistanum. Hún er í sæti nr. 517 en hún hefur hæst farið í sæti nr. 330 í október 2019. Til samanburðar má nefna að Hulda Clara var í sæti nr. 2600 í maí 2019.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í öðru sæti af íslensku konunum á heimslista áhugakylfinga. Ragnhildur er í sæti nr. 708 og Saga Traustadóttir, GR, er nr. 859 sæti á heimslista áhugakylfinga.
Eftirtaldir kylfingar frá Íslandi eru á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki.
Nafn | Staðan á heimslista | Stig að meðaltali |
Hulda Clara Gestsdóttir | 517 | 723.9 |
Ragnhildur Kristinsdóttir | 708 | 672.7 |
Saga Traustadóttir | 859 | 633.6 |
Helga Kristín Einarssdóttir | 972 | 609.4 |
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | 1232 | 557.7 |
Heiðrún Anna Hlynsdóttir | 1276 | 549.7 |
Eva Karen Björnsdóttir | 2015 | 405.9 |
Amanda Guðrún Bjarnadóttir | 2101 | 387.4 |
Anna Sólveig Snorradóttir | 2901 | 172.6 |
Þórdís Geirsdóttir | 3219 | 107.1 |