Alls eru 32 kylfingar frá Íslandi sem komast inn á heimslista áhugakylfinga í karlaflokki. Það eru R&A og USGA sem halda utan um stigagjöfina á þessum lista. Árangur kylfinga undanfarin tvö ár telur í hvert sinn sem listinn er uppfærður eða síðustu 104 vikur.
Stigamótaraðir GSÍ í fullorðins og unglingaflokki telja inn á heimslistann ásamt heimslistamótaröðinni en tvö slíkt mót fóru fram á árinu 2020 á Íslandi. Alls eru 12 mót á þessu ári sem fram fóru á Íslandi sem telja inn á heimslista áhugakylfinga, 5 mót á stigamótaröð GSÍ og 5 mót á stigamótaröð barna – og unglinga, og tvö mót á heimslistamótaröðinni.
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er efstur af íslensku karlkylfingunum í sæti nr. 472. Gísli, sem er fæddur árið 1997, hefur ekkert keppt á undanförnum misserum vegna meiðsla.
Hann komst inn á topp 100 listann árið 2014 – fyrstur íslenskra áhugakylfinga frá því að listinn var settur á laggirnar árið 2007. Gísli komst í sæti nr. 99 árið 2014 og bætti þar með met sem Ólafur Björn Loftsson átti þegar hann að komast í sæti nr. 110 árið 2011.
Aron Snær Júlíusson, GKG, er í öðru sæti af íslensku kylfingunum í sæti nr. 597 en besti árangur hans er 435. sæti. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er í sæti nr 631 en hann hefur hæst farið upp í sæti nr. 286.
Eftirtaldir kylfingar frá Íslandi eru á heimslista áhugakylfinga.
Nafn | Staða á heimslista | Stig að meðaltali |
Gísli Sveinbergsson | 472 | 741.7 |
Aron Snær Júlíusson | 597 | 712.7 |
Dagbjartur Sigurbrandsson | 631 | 708.4 |
Hákon Örn Magnússon | 1330 | 603.6 |
Hlynur Bergsson | 1427 | 593.3 |
Kristófer Karl Karlsson | 1443 | 591.5 |
Sigurður Arnar Garðarsson | 1607 | 572.7 |
Egill Ragnar Gunnarsson | 1638 | 569.4 |
Sigurður Bjarki Blumenstein | 1733 | 559.8 |
Andri Már Óskarsson | 2059 | 529.4 |
Jóhannes Guðmundsson | 2062 | 529.4 |
Björn Óskar Guðjónsson | 2063 | 529.1 |
Viktor Ingi Einarsson | 2080 | 527.6 |
Birgir Björn Magnússon | 2162 | 519.3 |
Ragnar Már Ríkharðsson | 2684 | 468.8 |
Henning Darri Þórðarson | 2710 | 466.1 |
Kristján Þór Einarsson | 2745 | 462.7 |
Sverrir Már Haraldsson | 2775 | 460.3 |
Daníel Ísak Steinarsson | 2814 | 457.3 |
Vikar Jónasson | 2817 | 457.3 |
Tumi Hrafn Kúld | 2988 | 438.5 |
Jón Gunnarsson | 3029 | 434.2 |
Ingvar Andri Magnússon | 3790 | 345.1 |
Stefán Þór Bogason | 4055 | 310.2 |
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | 4427 | 267.6 |
Sigurður Már Þórhallsson | 4627 | 244.1 |
Daníel Sigurjónsson | 4635 | 243.5 |
Logi Sigurðsson | 4915 | 211.4 |
Fannar Ingi Steingrímsson | 5537 | 149.4 |
Böðvar Bragi Pálsson | 6113 | 99.6 |
Arnór Snær Guðmundsson | 6428 | 79.6 |
Kristján Benedikt Sveinsson | 6565 | 61.2 |