Heimsmarkmiðin og Golfsamband Íslands - Golfsamband Íslands

HEIMSMARKMIÐIN

OG GOLFSAMBAND ÍSLANDS

Sjálfbærnivegferð GSÍ júní 2022

VERKEFNIÐ

Heimurinn er á tímamótum og stendur frammi fyrir umfangsmiklum efnahags,
samfélags og umhverfisáskorunum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030 eru alþjóðleg áætlun um að takast á
við þessar áskoranir. Áætlunin er í senn djörf og krefjandi en jafnframt full af
tækifærum.
Árið 2020 ákvað stjórn Golfsambands Íslands (GSÍ) að hefja fjölþætta árvekni- og
verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og innleiða
heimsmarkmiðin hjá GSÍ. Stofnaður var rýnihópur utan um verkefnið og ráðgjafi
fenginn til þess að stýra vinnunni. Um vorið voru haldnar tvær opnar vinnustofur
þar sem annars vegar var farið í vitundarvakningu og hins vegar hugmyndavinnnu
um það hvernig GSÍ gæti lagt sitt af mörkum til þess ná heimsmarkmiðunum.
Notast var við verkefnatólið MIRO en rýnihópurinn forgangsraðaði síðan
heimsmarkmiðunum, tengdi þau við stefnu GSÍ og lagði fyrir stjórn.

Heimurinn er á tímamótum og stendur frammi fyrir umfangsmiklum efnahags,
samfélags og umhverfisáskorunum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030 eru alþjóðleg áætlun um að takast á
við þessar áskoranir. Áætlunin er í senn djörf og krefjandi en jafnframt full af
tækifærum.
Árið 2020 ákvað stjórn Golfsambands Íslands (GSÍ) að hefja fjölþætta árvekni- og
verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og innleiða
heimsmarkmiðin hjá GSÍ. Stofnaður var rýnihópur utan um verkefnið og ráðgjafi
fenginn til þess að stýra vinnunni. Um vorið voru haldnar tvær opnar vinnustofur
þar sem annars vegar var farið í vitundarvakningu og hins vegar hugmyndavinnnu
um það hvernig GSÍ gæti lagt sitt af mörkum til þess ná heimsmarkmiðunum.
Notast var við verkefnatólið MIRO en rýnihópurinn forgangsraðaði síðan
heimsmarkmiðunum, tengdi þau við stefnu GSÍ og lagði fyrir stjórn.

ÁVARP FRÁ FORSETA GSÍ

Golfhreyfingin hefur jákvæð áhrif á samfélagið

Á Íslandi eru yfir 60 golfvellir reknir um land allt og á þessum grænu svæðum sveitarfélaganna iðka 23 þúsund kylfingar á öllum aldri íþrótt sína. Það skapar gríðarleg tækifæri fyrir alla sem starfa innan golfhreyfingarinnar og vilja leggja sitt af mörkum til þess að hámarka jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Golfhreyfingin getur haft margvísleg jákvæð samfélagsleg áhrif með aukinni fræðslu og vitundarvakningu félagsmanna. Það er mikilvægt að sveitarfélög og ríki þekki jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu og umhverfi. Heimsmarkmiðin ná utan um alla þessa þætti og faglegar mælingar eru lykilatriði í innleiðingunni og kynningunni á því sem við höfum fram að færa.

Verkfærakista með tillögum og aðgerðum

Við höfum útbúið verkfærakistu fyrir golfhreyfinguna á Íslandi er tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkfærakistunni er ætlað að leiðbeina golfklúbbum við að vinna markvisst að innleiðingu markmiðanna samhliða markmiðum í stefnu Golfsambandsins. Með lista yfir aðgerðir er

markmiðið að gefa hugmyndir og leggja til hagnýtar aðferðir við að nálgast markmiðin, tengja þau við markmiðasetningu sveitarfélaga og efla um leið sjálfbæra þróun og gæðastarf í daglegri starfsemi.

Snjöll leið að sjálfbærni

Samhliða þessari vinnu býðst golfklúbbunum að tengjast stafrænni sjálfbærniskýrslugjöf. Þannig verður til rauntíma yfirlit yfir helstu þætti er tengjast sjálfbærri þróun. Leitast verður við að halda utan um kolefnisspor rekstursins og þróun og framför í umhverfisstjórnun, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þar með gefst stjórnendum golfklúbba um leið tækifæri til að skýra verklag og ferla í starfseminni sem miða að því að gildi hreyfingarinnar séu höfð að leiðarljósi og eftirfylgni sé með skýrum hætti.

Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands.

SJÁLFBÆRNIVEGFERÐ GSÍ

Undirbúningur, kynning og fræðsla

Lagður verður grunnur að góðri vegferð sem styður við menningu og gildi golfhreyfingarinnar, samstarfsaðila og stefnu Golfsambands Íslands.

  • Fræðsla og verkefnavinna
  • Útbúa verkefnaplön
  • Ákveða vörður í vegferðinni
  • Setja mælanlega kvarða

Þekkingaryfirfærsla og verkefnatenging

Innleiðing á heimsmarkmiðunum og þekkingaryfirfærsla til golfhreyfingarinnar og hvernig hreyfingin í heild, klúbbarnir og samstarfsaðilar geta tengt starfsemi og verkefni Heimsmarkmiðunum.

  • Bjóða fræðslu, fundi og skapa vettvanginn
  • Framleiða efni sem hver og einn getur aðlagað
  • Þróa verkefni, tæki og hugmyndir sem styðja við markmið
    og mælikvarða

Mæla, endurmeta og aðlaga

Virk endurgjöf og sameiginlegt frammistöðumatskerfi til að hafa áhrif og styrkja áframhaldandi vegferð.

  • Samþætta markmið, mæla framfarir og áhrif aðgerðanna
  • Umbun, viðurkenning og endurgjöf

STEFNA GOLFSAMBANDSINS 2020–2027

Samþykkt á golfþingi 23. nóvember 2019.

Skyldustarfsemi
Lög og stjórnskipan Erlend samskipti Landsliðsverkefni
Samskipti innan ÍSÍ Forgjöf Útbreiðsla golfíþróttarinnar
Dómarar Íslandsmót Vallarmat
Önnur starfsemi
Annað mótahald Umhverfismál Önnur afreksmál
Fræðsla Upplýsingakerfi Önnur erlend samskipti
Lýðheilsa Útgáfa

GILDI GOLFHREYFINGARINNAR Á ÍSLANDI

Lífsgæði

Golfíþróttin sameinar útivist, heilbrigði, félagsskap og fjölskylduna. Hún er heilsubætandi og hefur jákvæð samfélagsáhrif.

Heiðarleiki

Golfíþróttin byggist á heiðarleika einstaklingsins, virðingu fyrir golfíþróttinni, reglunum og umhverfinu.

Jákvæðni

Golf er skemmtileg íþrótt, það á að vera gaman hjá og í kringum kylfinga.

Agi

Kylfingar sem ná árangri eru agaðir. Kylfingar skulu ávallt koma fram af heilindum við golfleik sinn og bera virðingu fyrir reglum íþróttarinnar.

HREINTVATNOG HREINLÆTISAÐSTAÐA
SJÁLFBÆRARBORGIR OGSAMFÉLÖG
ÁBYRGNEYSLA OGFRAMLEIÐSLA
AÐGERÐIRÍ LOFTSLAGSMÁLUM
SAMVINNAUM MARKMIÐIN

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015.

Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030.

Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi á milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til þess að innleiða heimsmarkmiðin.

Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því er mikilvægt að ríki horfi ekki eingöngu til meðaltala við mælingar á árangri sínum heldur nálgist innleiðingu markmiðanna á heildstæðan hátt.

TENGING VIÐ STEFNU GSÍ

Notast var við aðferðafræði heildrænnar nálgunar við greiningu á tengingu heimsmarkmiða við stefnu GSÍ og unnið var með öll heimsmarkmiðin. Það þýðir að leitast var við að finna einhverjar tengingar Golfsambandsins við hvert og eitt heimsmarkmið. Þau tengjast á margvíslegan hátt ýmsum áhersluþáttum stefnunnar. Þau tengjast skyldustarfseminni að því er snýr að útbreiðslumálum. Með heimsmarkmiðunum er líklegra að unnið sé markvisst með markmið er tengjast m.a. fjölbreytileika, jafnrétti, forvörnum, heilsu og vellíðan, sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu svo fátt eitt sé nefnt. Þannig tengjast heimsmarkmiðin beint þeim þáttum í stefnunni er varða lýðheilsu, umhverfismál, upplýsingakerfi og fræðslumál. Einnig tengjast þau skyldustarfseminni að því marki er snýr að útbreiðslumálum, en aðallega þó markmiðum í jafnréttismálum.

Skyldustarfsemi
Lög og stjórnskipan Erlend samskipti Landsliðsverkefni
Samskipti innan ÍSÍ Forgjöf Útbreiðsla golfíþróttarinnar
Dómarar Íslandsmót Vallarmat
Önnur starfsemi
Annað mótahald Umhverfismál Önnur afreksmál
Fræðsla Upplýsingakerfi Önnur erlend samskipti
Lýðheilsa Útgáfa

„Umhverfis- og sjálfbærnimál eru stærstu verkefni nútímans. Ef þú ert ekki að vinna markvist að þeim, þá ertu í raun að vinna gegn þínum eigin hagsmunum. Ég hef byggt nokkrar golfholur á svæðum sem eru rík af fornminjum. Þegar við gátum sýnt viðkomandi yfirvöldum svart á hvítu að umhverfismál, sjálfbærni og virðing fyrir náttúru og sögu væru í algjörum forgangi, þá gengu öll verkefni og samskipti margfalt betur fyrir sig.

Heimsmarkmiðin eru í raun frábært verkfæri fyrir stjórnendur klúbba til að taka markvissari ákvarðanir. Heimsmarkmiðin munu líka gefa okkur færi á að ræða okkar nær umhverfi svo sem það starfsumhverfi sem við vinnum í og menninguna í golfíþróttinni.“

Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri
Golfklúbbsins Ness.

Forgangur 1

MJÖG LÍKLEGT TIL UMBÓTA

SJÁLFBÆRARBORGIR OGSAMFÉLÖG
ÁBYRGNEYSLA OGFRAMLEIÐSLA
AÐGERÐIRÍ LOFTSLAGSMÁLUM

Golfsamband Íslands ætlar að hafa áhrif á það hvernig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða innleidd með því að taka fullan þátt í vinnunni. Golfsambandið hefur greint hvar sambandið getur haft mest áhrif og komið með tillögur að mælikvörðum til að meta árangur. Golfklúbbarnir á Íslandi, sem eru 60 talsins, verða hvattir til þess að takast á við þetta verkefni með Golfsambandinu.

Heimsmarkmiðin sem valin voru í fyrsta forgang eru 8 með 12 undirmarkmið en vinna innan þeirra er talin geta verið mjög líkleg til umbóta fyrir golfhreyfinguna og landið í heild. Samið hefur verið við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir um að taka saman mælingar fyrir þá golfklúbba sem taka vilja þátt í verkefninu.

MJÖG LÍKLEGT TIL UMBÓTA

Samþykkt á golfþingi 23. nóvember 2019.

3.5 Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis

  • Samskiptagáttin á vef GSÍ verði virkjuð sem fyrst fyrir forvarnir og upplýsingagjöf.
  • Hvetja golfklúbba til að vinna að forvörnum, m.a. gegn fíkniefnaneyslu með jákvæðum fyrirmyndum.
  • Fleiri golfklúbbar verði fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
  • Auka samvinnu við sveitarfélög um verkefnið Heilsueflandi samfélag.
  • Auka upplýsingagjöf um þátt golfíþróttarinnar í þágu lýðheilsu.
  • Hlúa að öryggismálum, bæta fræðslu og auka við tækjabúnað til skyndihjálpar.
  • Golfklúbbar auki aðgengi að heilsutengdum vörum.
  • Golfklúbbar tryggi aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
  • Fjölga menntuðum golfkennurum.
  • Safna tölfræði, t.d. yfir fjölda leikinna/genginna hringja á ári, km/kaloríur o.s.frv.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, lýðheilsa:

  • Að koma golfi á dagskrá á sem flestum stöðum með megin áherslu á skólastarf, fjölskyldur og eldri borgara.
  • Kynna sveitafélögum og ríki jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt.
  • Hvetja golfklúbba til þess að vinna markvisst að því að kynna íþróttina fyrir börnum.
  • Hvetja golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess.

Aldurskipting

JAFNRÉTTI KYNJANNA

Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra stúlkna og kvenna efld

5.1 Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar.

  • Golfklúbbar öðlist jafnlaunavottun.
  • Styðja við viðburði með það að markmiði að fjölga konum í golfi.
  • Stuðla að breyttu tungutaki varðandi vallarmat og teiga óháð kyni og kylfuhraða.
  • Ýta undir jákvæða menningu innan golfklúbba.
  • Gera konur sýnilegri í íþróttinni, t.d. með atvinnukylfingum.
  • Slá á mýtur um íþróttina t.d. um getu, klæðnað, óöryggi, snobb og fleira.

5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera
leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem
og á opinberum vettvangi.

  • Stuðla að aukinni þátttöku kvenna og að hún fari úr 32% í 40% fyrir árslok 2027.
  • Stjórnir klúbba setji skýr markmið um að allt fólk eigi jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.
  • Gera störf, t.d. á golfvöllum, meira spennandi fyrir konur (vinnutími, menning og umhverfi).
  • Fjölga konum í vallarstjórn, dómgæslu o.fl.

Tenging við stefnu GSÍ

Skyldustarfsemi, útbreiðsla:

Að standa fyrir almennri fræðslu til kylfinga og golfklúbba og vinna að fjölgun félagsmanna umfram það sem golfklúbbar gera.

  • Stuðla að aukinni þátttöku kvenna þannig að hún fari úr 32% í 40% fyrir árslok 2027 ásamt aukinni þátttöku barna- og unglinga þannig að hún fari úr 13% í 20% fyrir árslok 2027. Stuðningur við viðburði og verkefni sem golfklúbbar og aðrir samstarfsaðilar standa fyrir og falla að markmiðum og áherslum golf hreyfingarinnar, t.a.m. PGA á Íslandi, Golf Iceland, Íslandsstofu, opinberum aðilum og viðburðaraðilum, sbr. Golfsýninguna og Stelpugolf.

SJÁLFBÆR ORKA

Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.

7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega.

  • Koma upp og fjölga hleðslustöðvum við klúbbhús og ýta undir að iðkendur komi á rafbílum í golf.
  • Golfbílar verði rafknúnir og brýnt verði fyrir þeim sem þurfa ekki golfbíla að ganga golf hringinn.
  • Orkuskipti í vélaflota, s.s. sláttuvélar, tínsluvélar o.þ.h.

7.3 Eigi síðar en árið 2030 verði orkunýting orðin helmingi betri.

  • Húsnæði nýti sjálfbæra/endurnýjanlega orku.
  • Fylgst verði með notkun á orku og heitu vatni.
  • Gerðar verði leiðbeiningar fyrir starfsfólk og iðkendur um orkunotkun.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ (veitt í fyrsta sinn á Golfþingi 2021).
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfíþróttarinnar og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Þýða og staðfæra rafrænt vottunarviðmót GEO Foundation, OnCourse, fyrir Golfþing 2021.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

AUKINN JÖFNUÐUR

Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa.

10.2 Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu.

  • Klúbbar skapi tækifæri og aðstæður til að innflytjendur geti orðið virkir þátttakendur í golfíþróttinni.
  • Klúbbar hvetji alla hópa til þátttöku í félagslífi.
  • Huga að aðgengi hreyfihamlaðra og aðstöðu fyrir þá.
  • Bæta aðgengi að golfi fyrir börn sem koma af lágtekju heimilum.
  • Auðvelda aðgengi erlends verkafólks að golfíþróttinni.

Tenging við stefnu GSÍ

Skyldustarfsemi, útbreiðsla:

Að standa fyrir almennri fræðslu til kylfinga og golfklúbba og vinna að fjölgun félagsmanna umfram það sem golfklúbbar gera.

  • Stuðla að því að fjölgun félagsmanna í golfklúbbum verði að að minnsta kosti eitt prósent að meðaltali á ári á gildistíma stefnumótunarinnar.
  • Hvetja golfklúbba til þess að sinna metnaðarfullri markaðssetningu sem stuðlar að aukinni þátttöku kvenna, barna og unglinga.

SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG

Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.

11.7 Eigi síðar en árið 2030 verði græn svæði gerð örugg og aðgengileg fyrir almenning, einkum konur og börn, aldraða og fatlað fólk.

  • Samþætta aðstöðu fyrir útivist á og í kringum sem flesta golfvelli, þar sem það á við.
  • Golfvellir verði notaðir sem lifandi kennslustofur, eftir því sem við verður komið.
  • Golfskálar birtist og nýtist öllu fólki betur sem útivistar-, lýðheilsu- og íþróttamiðstöðvar.
  • Fjölþætt samvinna við sveitarfélög, t.a.m. um málefni gróðurs og loftgæða.
  • Koma upp teljurum sem telja aðra gesti svæðanna en kylfinga, t.d. á stígum.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfleiksins og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð.

12.4 Eigi síðar en árið 2020 verði meðferð efna og efnablandna umhverfisvænni á öllum stigum, sem og meðhöndlun úrgangs með slíkum spilliefnum, í samræmi við alþjóðlegar rammaáætlanir sem samþykktar hafa verið. Dregið verði verulega úr losun efna og efnablandna út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg í því skyni að lágmarka skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið.

  • Lágmarka notkun tilbúins áburðar, varnarefna o.þ.h. við umsjón golfvalla.
  • Nota umhverfisvænni áburð og varnarefni, eftir því sem því verður við komið.
  • Notuð verði sem mest náttúruleg efni á göngustígum.
  • Móta langtímasýn á uppbyggingu og umhverfisstefnu golfvalla.
  • Ábyrg förgun á spilliefnum, í samræmi við landslög.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu. Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfíþróttarinnar og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

„Á Akranesi hófust orkuskiptin með því að við skiptum út eldri vinnubílum fyrir rafmagnsbíla ásamt því að horfa til þess að skipta út smærri bensín/olíu tækjum yfir í rafmagn. Einnig höfum við gert samning við Akraneskaupstað um að róbotavæða knattspyrnuvöllinn sem golfklúbburinn sér einnig um.“

Rakel Óskarsdóttir
Framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi

AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

  • Mæla/meta kolefnisstöðu golfvalla út frá landnýtingu með Carbon Par.
  • Mæla/meta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi golfklúbba, t.d. með sístreymi upplýsinga gegnum sjálfbærni kerfi Klappa.
  • Lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi, m.a. með faglegri næringargjöf á völlum og orkuskiptum tækjakosts.
  • Lágmarka losun frá landi, með endurheimt votlendis og því að forðast ný áform um nýtingu þess, eins og kostur er.
  • Lágmarka losun frá nýframkvæmdum, á völlum og húsnæði, með innleiðingu bestu þekkingar hvers tíma á umhverfisvænni hönnun.
  • Hámarka bindingu kolefnis, á slegnum grassvæðum og í öðrum gróðri, eftir því sem við á með faglegum hætti.
  • Fræða starfsfólk og stjórnir aðildarfélaga, yfirvöld og samstarfs- og haghafa um loftslagsmál og sérstöðu golfíþróttarinnar hvað varðar hlutverk á þeim vettvangi.
  • Móta stefna um fjarvinnu starfsmanna.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

  • Móta landnýtingarstefnu m.t.t. loftslagsmála.
  • Opna og halda uppi virku samtali við skipulagsyfirvöld um vægi landnýtingar golfsvæða í samhengi loftslagsmála.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfíþróttarinnar og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

LÍF Á LANDI

Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

15.1 Eigi síðar en árið 2020 verði vistkerfi á landi og í ferskvatni vernduð og
stuðlað að sjálfbærri nýtingu þeirra og endurheimt, einkum skóga, votlendis,
fjalllendis og þurrkasvæða, í samræmi við skuldbindingar samkvæmt
alþjóðasamningum.

  • Golfklúbbar verði hvattir til að móta stefnu í nýskógrækt, eftir því sem við á.
  • Opnað verði samtal við hlutaðeigandi yfirvöld um gagnsemi golfvalla í baráttu gegn landeyðingu og í landgræðslustarfi.
  • Fræða aðildarfélög um líffræðilega fjölbreytni og mikilvægi hennar.
  • Aðildarfélög taki afstöðu til framandi og ágengra gróðurtegunda á svæðum sínum.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfíþróttarinnar og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

„Áður fyrr var golfheimurinn mjög karllægur, bæði hjá iðkendum og starfsfólki á golfvellinum. Með betri völlum, aðstöðu og snyrtimennsku hafa konur í síauknum mæli farið að stunda golf sem aftur kallar á aðra nálgun hjá golfklúbbum. Vallarvinna er í yfirgnæfandi mæli unnin af körlum og því er þar verk að vinna til að gera þau störf meira aðlaðandi fyrir konur“

Þorvaldur Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds

Forgangur 2

LÍKLEGT TIL UMBÓTA

HREINTVATNOG HREINLÆTISAÐSTAÐA
SAMVINNAUM MARKMIÐIN

Fyrir valinu í forgangi 2 urðu 7 heimsmarkmið og 11 undirmarkmið sem talið er að golfhreyfingin geti haft áhrif á til framtíðar.

MENNTUN FYRIR ALLA

Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.

4.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.

  • Tengjast menntakerfinu betur og ýta undir menntun sem tengist sjálfbærri þróun.
  • Nýta golfvallarsvæðin í menntun barna og unglinga í nágrenninu, t.d. með vettvangsferðum á velli sem eru með fjölbreytt dýra- og plöntulíf.
  • Vera með sýnilegar fyrirmyndir sem sýna fram á að hægt sé að búa til góðan feril í íþróttinni.
  • Veita styrki til menntunar og þróunar, t.d. Í tengslum við golfkennslu, íþróttakennslu, umhverfisvernd, golfvallahönnun, greenkeeping o.fl.
  • Golfvellir verði notaðir sem lifandi kennslustofur til að mennta almenning, t.d. með fræðsluskiltum í umhverfinu.
  • Stuðla að því að kylfingar verði upplýstari um umhverfi sitt.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, fræðsla:

Að golfhreyfingin standi sameiginlega að fræðslu fyrir golfklúbba og kylfinga um hina ýmsu þætti íþróttarinnar.

  • Hafa ráðgjafa á sínum snærum sem geta aðstoðað golfklúbba við skipulagningu og samvinnu vegna tiltekinna verkefna, s.s. markaðssetningar, golfkennslu, félagsstarfs, vallarumhirðu og reksturs.
  • Hvetja golfklúbba til að koma fræðsluefni á framfæri við félagsmenn sína.
  • Gera skoðanakannanir fyrir golfhreyfinguna og deila niðurstöðum.
  • Auka vitund golfklúbba og félagsmanna um mikilvægi lýðheilsu- og umhverfismála.
  • Halda utan um tölfræði golfhreyfingarinnar og hafa hana aðgengilega.

HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA

Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu.

6.1 Eigi síðar en árið 2030 standi öllum til boða heilnæmt drykkjarvatn á viðráðanlegu verði hvar sem er í heiminum.

  • Móta stefnu og markmið hvað varðar uppsetningu salernisaðstöðu á völlum og umsjón hennar í þágu hreinlætis. Einnig verði litið á verkefnið í þágu jafnréttis, – þess að auka hlut kvenna í iðkendatölfræði og þess að viðskiptavinir golfvalla geti iðkað íþrótt sína við framúrskarandi aðstæður.

6.3 Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun og lágmarka losun hættulegra efna og efnablandna. Hlutfall óunnins skólps og frárennslisvatns verði minnkað um helming og endurvinnsla og örugg endurnýting aukin til muna um heim allan.

  • Lágmarka áburðarnotkun/næringarg öf og nýta fagþekkingu við val á og blöndun næringarefna þegar áburðargjöf telst nauðsynleg, m.a. með tilliti til áhrifa sóunar á köfnunarefni, fosfór o.fl. á vatnsgæði og lífríki.
  • Plöntulyf, varnarefni og annað þess háttar verði aðeins notað þegar unnt er að rökstyðja notkunina í samhengi við sjálfbærni, með tilliti til áhrifa notkunarinnar á vatnsgæði og lífríki.
  • Vatnsnotkun verði mæld á öllum völlum og aðgreind á milli vökvunar og annarrar nýtingar.
  • Fráveita allra mannvirkja á vegum aðildarfélaga verði lögum samkvæmt, m.a. með því að leysa vandamál tengd klúbbhúsum sem ekki eru tengd fráveitu.
  • Vatnssparandi salernistæki í klúbbhúsum og á vellinum.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, fræðsla:

Að golfhreyfingin standi sameiginlega að fræðslu fyrir golfklúbba og kylfinga um hina ýmsu þætti íþróttarinnar.

  • Hafa ráðgjafa á sínum snærum sem geta aðstoðað golfklúbba við skipulagningu og samvinnu vegna tiltekinna verkefna, s.s. markaðssetningar, golfkennslu, félagsstarfs, vallarumhirðu og reksturs.
  • Hvetja golfklúbba til að koma fræðsluefni á framfæri við félagsmenn sína.
  • Gera skoðanakannanir fyrir golfhreyfinguna og deila niðurstöðum.
  • Auka vitund golfklúbba og félagsmanna um mikilvægi lýðheilsu- og umhverfismála.
  • Halda utan um tölfræði golfhreyfingarinnar og hafa hana aðgengilega.

GÓÐ ATVINNA OG HAGVÖXTUR

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.

8.2 Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

  • Nýta sérstöðuna og nýta afurðir úr heimahéraði.
  • Bætta þjónustu við viðskiptavini.
  • Golfklúbbar skapa efnahagslegt virði í þeim störfum sem verða til í klúbbunum.

8.5 Eigi síðar en árið 2030 verði full vinna og mannsæmandi störf í boði
fyrir allar konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun
greidd fyrir jafnverðmæt störf.

  • Skapa mannsæmandi störf og huga að upplifun og mannlega þættinum.
  • Sjálfvirkni gerir störfin meira aðlaðandi og aðgengilegri í augum nútímafólks.
  • Móta nýja ráðningarstefnu sem hefur fjölbreytni að leiðarljósi ss., atvinnulausir, fólk með sérþarfir, o.s.frv.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi:

Að golfhreyfingin hugi að samfélaginu og styðji við efnahagslega uppbyggingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfleiksins og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.

NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.

9.4 Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og atvinnugreinar endurskipulagðar til að gera þær sjálfbærar, nýting auðlinda verði skilvirkari og í auknum mæli innleiði hvert og eitt land tækni og umhverfisvæna verkferla eftir getu.

  • Lögð verði áhersla á nýsköpun og sjálfvirknivæðingu haldið áfram.
  • Nýta vísindi og rannsóknir á breiðum grundvelli, t.d. í uppbyggingu golfvalla. Veita meira fjármagni í grasvallasjóð.
  • Þróa trausta innviði, m.a. salernisaðstöðu.
  • Skilgreina hlutverk golfherma í samhengi landnýtingar en þeir eru jafnframt góð leið að kynna íþróttina.
  • Byggja þá upp jafnvel á fjölförnum stöðum.
  • Farið verði í samstarfsverkefni með robotaframleiðendum.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, upplýsingakerfi:

Að golfhreyfingin reki sameiginlegt upplýsingakerfi sem veitir golfklúbbum og félagsmönnum þeirra góða þjónustu.

  • Vera sameiginlegur samningsaðili golfhreyfingarinnar um áskrift að upplýsingakerfinu Golfbox til ársins 2024 en þá verði afstaða til þess endurmetin.
  • Sjá um þjónustu við kerfisstjóra golfklúbba sem snýr að kennslu, viðhaldi og viðbótum.
  • Starfrækja sérstaka ráðgjafanefnd sem leggur mat á óskir golfklúbbanna um viðbætur við kerfið og kostnaðarþátttöku vegna þeirra.
  • Halda reglulega fundi með golfklúbbum um nýjungar og viðbætur á kerfinu.
  • Fylgja stefnu ÍSÍ í málefnum persónuverndar, GDPR (General Data Protection Regulation).

LÍF Í VATNI

Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.

14.1 Eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þ.m.t. rusli í sjó og mengun af völdum næringarefna.

  • Klúbbar beiti sér fyrir því að halda fjörum, skurðum og öðrum vatnasvæðum golfvalla hreinum.
  • Hugað verði að skýrum merkingum golfvalla um umgengni og flokkun.
  • Minnka plastnotkun.
  • Sporna við súrnun sjávar með endurheimt votlendis.
  • Taka upp rusl í og við skurði og önnur vatnasvæði.
  • Minna golfklúbba á að hafa affallsmál í lagi.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, upplýsingakerfi:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfleiksins og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

,,Við í Keili nálgumst öll okkar verkefni á þann hátt að umhverfið og sjálfbær nýting þess sé ávallt höfð að leiðarjósi. Við erum afar stolt af þeim verkefnum sem hafa fylgt okkar umhverfisvottun og þeim árangri sem náðst hefur með þeirri vinnu. Forvarnargildi íþróttarinnar er ótvírætt þar sem strangar siðareglur, hefðir og kurteisisvenjur gilda, auk þess að ungir sem aldnir geta notið saman og kynslóðirnar lært hver af annarri. Í Keili er mikil áhersla lögð á að öllum siðareglum sé fylgt til hins ítrasta óháð kyni eða kynþætti og að það sé pláss fyrir alla í okkar starfi.”

Guðbjörg E. Guðmundsdóttir
Formaður Golfklúbbsins Keilis.

FRIÐUR OG RÉTTLÆTI

Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum.

16.1 Dregið verði verulega úr hvers kyns ofbeldi og dauðsföllum sem rekja má til þess.

  • Tryggja öryggi iðkenda og þá sér í lagi barna.
  • Gera verklagsreglur vegna kynferðis- eða annarra brota í tengslum við hreyfinguna.

16.5 Dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.

  • Móta siða- og starfsreglur sem byggja m.a. á sjálfbærniþáttum viðmiða um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS viðmið).

Tenging við stefnu GSÍ

Skyldustarfsemi, lög og stjórnskipan:

Að tryggja að fulltrúar á Golfþingi geti á hverjum tíma rætt um laga- og stjórnskipulagsmál á jafnræðisgrundvelli.

  • Að sjá til þess að reglugerðir sambandsins séu reglulega endurskoðaðar þannig að þær endurspegli starfsemi sambandsins á hverjum tíma. Endurskoðun reglugerða skal að jafnaði lokið fyrir 1. apríl ár hvert.

SAMVINNA UM MARKMIÐIN

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða.

17.6 Eflt verði samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða ásamt þríhliða svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi um vísindi, tækni og nýsköpun og aðgengi að þessum sviðum auðveldað. Enn fremur verði þekkingu miðlað í meira mæli á jafnræðisgrundvelli, meðal annars með því að samræma betur fyrirliggjandi kerfi, einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra skipulagseininga sem er ætlað að stuðla að tækniþróun.

  • Stofnaður verði GSÍ sjóður til þess að styðja við minni klúbba í áföllum.
  • Haldið verði söfnunarmót til stuðnings HM17.
  • Deila þekkingu og reynslu GSÍ um HM17 á meðal sérsambanda ÍSÍ.
  • Sett verði markmið um GEO vottun golfvalla.
  • Golfklúbbar vinna með sínu nærumhverfi.

Tenging við stefnu GSÍ

Skyldustarfsemi GSÍ: Lög og stjórnskipan:

Að tryggja að fulltrúar á Golfþingi geti á hverjum tíma rætt um laga- og skipulagsmál á jafnræðisgrundvelli.

  • Að sjá til þess að reglulegt samtal eigi sér stað innan golfhreyfingarinnar um starfsemi GSÍ og golfklúbba, utan hefðbundinna Golfþinga og formannafunda.
  • Að sjá til þess að reglugerðir sambandsins séu reglulega endurskoðaðar þannig að þær endurspegli starfsemi sambandsins á hverjum tíma. Endurskoðun reglugerða skal að jafnaði lokið fyrir 1. apríl ár hvert.

„Golfklúbburinn Vestarr, Grundarfirði sér gríðarleg tækifæri í samskiptum við sveitarfélagið með þáttöku í heimsmarkmiðum SÞ. Nú þegar erum við sem íþróttafélag búin að uppfylla ótrúlega mörg markmið SÞ. Með skýrslugerð Klappa sjáum við tölfræðina verða áþreifanlega í verkefnum okkar, og við getum stært okkur af góðum árangri.“

Garðar Svansson
Formaður Vestarr, Grundarfirði.

Forgangur 3

MINNA LÍKLEGT TIL UMBÓTA

Valin voru tvö heimsmarkmið sem lenda í forgangi 3 en þau eru minna líkleg til umbóta fyrir golfhreyfinguna eða golfhreyfingin getur haft lítil áhrif á þau. Fyrir valinu urðu 2 heimsmarkmið, ásamt tveimur undirmarkmiðum.

ENGIN FÁTÆKT

Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar.

1.2 Eigi síðar en árið 2030 búi a.m.k. helmingi færri karlar, konur og börn, óháð aldri, við fátækt eins og hún er skilgreind í hverju landi.

  • Markviss vinna golfhreyfingarinnar, m.a. að heimsmarkmiðunum, festi golfíþróttina í sessi sem uppbyggilegan lið í fjölbreyttu og sjálfbæru atvinnu- og efnahagslífi, sem er grunnur að velmegun í landinu.

Tenging við stefnu GSÍ

Skyldustarfsemi, útbreiðsla golfíþróttarinnar:

Að öflug útbreiðsla og kynning leiði til stöðugrar fjölgunar félaga í golfhreyfingunni.

  • Stuðla að því að fjölgun félagsmanna í golfklúbbum verði að að minnsta kosti eitt prósent að meðaltali á ári á gildistíma stefnumótunarinnar. Hvetja golfklúbba til þess að sinna metnaðarfullri markaðssetningu sem stuðlar að aukinni þátttöku kvenna og barna- og unglinga.
  • Leitast við að fá útbreiðsluhugmyndir frá golfklúbbum og félagsmönnum til umræðu og úrvinnslu með samstarf að markmiði.

EKKERT HUNGUR

Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálf- bærum landbúnaði.

2.1 Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.

  • Mótun landnýtingarstefnu í golfhreyfingunni og samstarf hennar við skipulagsyfirvöld taki m.a. mið af því að forðast nýtingu á góðu, sjálfbæru landbúnaðarlandi, eins og kostur er.

Tenging við stefnu GSÍ

Önnur starfsemi, umhverfismál:

Að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu.

  • Veita sjálfbærniverðlaun GSÍ, í fyrsta sinn á Golfþingi 2021.
  • Opna vefgátt með efni til kynningar og fræðslu á framlagi golfleiksins og golfvalla til umhverfis- og samfélagsmála, sem golfklúbbum er frjálst að nýta í samskiptum sínum við sveitarfélög, stofnanir og almenning. Vefgáttin skal opnuð fyrir formannafund 2022.
  • Halda kynningar á sjálfbærnivottun GEO. Lista upp og þróa áframhaldandi stuðning með þeim golfklúbbum sem áhuga hafa á markvissum skrefum í átt til vottunar.
  • Leitast við að mæla kolefnisfótspor allra golfklúbba út frá landnýtingu.

VIÐ GETUM ÖLL
HAFT ÁHRIF!

HREINTVATNOG HREINLÆTISAÐSTAÐA
SJÁLFBÆRARBORGIR OGSAMFÉLÖG
ÁBYRGNEYSLA OGFRAMLEIÐSLA
AÐGERÐIRÍ LOFTSLAGSMÁLUM
SAMVINNAUM MARKMIÐIN