Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum og Aron snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigruðu í elsta flokki á Íslandsbankamótaröðinni sem leikir var á Jaðarsvelli Akureyri um helgina.
Helga Kristín Einarsdóttir lék hringina þrjá á 238 höggum og sigraði með 8 högga mun, hún leiddi mótið frá upphafi. æI öðru sæti í flokki stúlkna 17-18 ára varð Sigurlaug Rún Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 246 höggum og þriðja varð Alexandra Eir Grétarsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss á 255 höggum.
Aron Snær Júlíusson hafði talsverða yfirburði í flokki pilta 17-18 ára og setti hann m.a vallarmet á Jaðarsvelli á fyrsta keppnisdegi, Aron lék hringina þrjá á 216 höggum. Í öðru sæti varð Egill Ragnar Gunnarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 230 höggum. jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu heimamaðurinn Ævarr Freyr Birgisson úr Golfklúbbi Akureyrar og Kristófer Orri Þórðarson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Piltar 17-18 ára
1.sæti Aron Snær Júlíusson GKG 67/77/72= 216 +3
2.sæti Egill Ragnar Gunnarsson GKG 74/79/77= 230 +17
3-4.sæti Ævarr Freyr Birgisson GA 75/78/78 = 231 +18
3-4.sæti Kristófer Orri Þórðarson GKG 73/84/74 = 231 +18
Stúlkur 17-18 ára
1.sæti Helga Kristín Einarsdóttir NK 77/78/83 = 238 +25
2.sæti Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 79/82/85 = 246 +33
3.sæti Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 79/87/89 = 255 +42