Frá vinstri: Saga Traustadóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Jussi Pitkänen.
Auglýsing

Heimsmeistaramót áhugakylfinga í kvennaflokki hefst miðvikudaginn 29. ágúst og er keppt á Írlandi. Alls eru 57 þjóðir sem taka þátt og þar á meðal er landslið Íslands sem er skipað þremur leikmönnum. Keppt er um Espirito Santo Trophy á þessu móti sem fram fer nú fram í 28. sinn.

Skor keppenda er uppfært hér:

HM fer fram á Carton House, sem er fyrsta flokka keppnisvöllur og allar aðstæður eru í hæsta gæðaflokki. Keppt er á tveimur keppnisvöllum, sem bera nöfnin Montgomerie og O’Meara.

Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir skipa landslið Íslands. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, er með í för sem liðsstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensku kylfingarnir keppa á HM áhugakylfinga.

Keppt er í liðakeppni og einnig gildir árangur keppenda í einstaklingskeppni. Þrír keppendur eru í hverju liði og telja tvö bestu skorin í hverri umferð.

Ísland endaði í 43.-44. sæti fyrir tveimur árum þegar HM fór fram í Mexíkó. Þetta er í 9. sinn sem Ísland tekur þátt á HM í kvennaflokki. Ísland keppti fyrst árið 1994 en það var í 16. skipti sem HM fór fram.

Árangur Íslands á HM kvenna frá upphafi:

2018:
2016: 43.- 44. sæti af alls 55 þjóðum.
2014: 29. sæti af alls 50 þjóðum.
2012: 36. sæti af alls 53 þjóðum.
2010: 42. sæti af alls 52 þjóðum.
2008: 41. sæti af alls 48 þjóðum.
2006: 33. sæti af alls 42 þjóðum.
2004: Tóku ekki þátt.
2002: Tóku ekki þátt.
2000: 32. sæti af alls 32 þjóðum.
1998: Tóku ekki þátt.
1996: Tóku ekki þátt.
1994: 24. sæti af alls 29 þjóðum.
1992: Tóku ekki þátt.
1990: Tóku ekki þátt.
1988: Tóku ekki þátt.
1986: Tóku ekki þátt.
1984: Tóku ekki þátt.
1982: Tóku ekki þátt.
1980: Tóku ekki þátt.
1978: Tóku ekki þátt.
1976: Tóku ekki þátt.
1974: Tóku ekki þátt.
1972: Tóku ekki þátt.
1970: Tóku ekki þátt.
1968: Tóku ekki þátt.
1966: Tóku ekki þátt.
1964: Tóku ekki þátt.

Metþátttaka er á HM að þessu sinni en alls eru 57 þjóðir. Á HM í Mexíkó fyrir tveimur árum tóku 55 þjóðir þátt.

Suður-Kórea hefur titil að verja en Suður-Kórea hefur fagnað HM titlinum í þrjú af síðustu fjórum skiptum sem HM hefur farið fram. Bandaríkin hefur oftast sigrað á HM eða alls 13 sinnum.

Bestu áhugakylfingar heims eru á meðal keppenda en 12 af 25 efstu á heimslista áhugakylfinga eru á meðal keppenda.

1 – Jennifer Kupcho (Bandaríkin)
2 – Lilia Vu (Bandaríkin)
3 – Kristen Gillman (Bandaríkin)

6 – Albane Valenzuela (Sviss)
7 – Krida Kinhult (Svíþjóðð)
15 – Leonie Harm (Þýskaland)
16 – Maddie Szeryk (Kanada)
18 – Alessia Nobilio (Ítalía)
20 – Ayean Cho (Suður-Kórea)
21 – Jaclyn Lee (Kanada)
22 – Yuka Yasuda (Japan)
23 – Olivia Mehaffey (Írland)

Aðeins sjö þjóðir hafa fagnað HM titlinum frá upphafi.

Bandaríkin er með flesta HM titla eða 13 alls, Suður-Kórea er með 4 titla, Ástralía 3, Frakkland 2, Svíþjóð 2, Spánn 2 og Suður-Afríka 1.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ