Þrír íslenskir kylfingar taka nú þátt á Global Junior Golf mótinu sem fram fór á Spáni. Keppt er í þremur flokkum á þessu móti, einum atvinnukylfingaflokki og tveimur áhugakylfingaflokkum.
Henning Darri Þórðarson úr Keili er í þriðja sæt í U21 árs flokki áhugakylfinga en hann lék tvo fyrstu hringina á +7 samtals (75-76). Björn Óskar Guðjónsson úr GM lék á +13 (81-76) og Benedikt Sveinsson úr Keili lék á +23 (82-85). Lokahringurinn fer síðan fram á föstudaginn.

