Þann 28. september næstkomandi s.l. fór fram áhugaverður fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík.
Karen Harrison var þar með erindi um þjálfun afrekskylfinga og Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, var einnig með erindi.
Á meðal þess sem rætt var á fyrirlestrinum eru þeir eiginleikar sem ungir kylfingar þurfa að hafa til að komast að og ná árangri í háskólaliði í Bandaríkjunum – og lykiláherslur í undirbúningi fyrir 15-18 ára kylfinga.
Karen Harrison kemur frá Ástralíu en flutti árið 2000 til Bandaríkjanna til að þjálfa afrekskylfinga. Hennar áhersla hefur verið í líkamsþjálfun en hún hefur við góðan orðstír unnið með landsliðskylfingum víða um heim ásamt fjölmörgum PGA og LPGA Tour kylfingum.
Hún hefur veitt ungum og efnilegum kylfingum dýrmætan stuðning og hvatningu við að uppfylla sína drauma og þróa með sér ástríðu fyrir líkamsþjálfun.
„Það var frábært tækifæri að fá Karen til Íslands þar sem miðlaði sinni áratuga þekkingu og reynslu. Eitt af markmiðum GSÍ er að leggja meiri áherslu á að undirbúa okkar ungu og efnilegu kylfinga fyrir háskólagolf í Bandaríkjunum. Það þarf að hlúa að mörgum þáttum á tiltölulega stuttum tíma og því mikilvægt að vera vel og tímanlega upplýst um þær áskoranir og tækifæri sem standa frammi fyrir kylfingunum. Það var spennandi að draga saman alla þá ungu kylfinga, foreldra, þjálfara og aðra sem hafa áhuga á að læra um háskólaferlið og fá ráðleggingar frá reynslumiklum einstaklingum,“ sagði Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ.