Golfupplifun í sveitasælunni
Það er eftirvænting í loftinu, golfsumarið er byrjað og margir í ferðahug. Hvað er skemmtilegra en að upplifa ævintýralega golfvelli á landsbyggðinni og á sama tíma að kynnast sveitinni á nýjan hátt? Þegar kemur að því að skipuleggja golfferð innanlands, er tilvalið að skoða úrvalið hjá Hey Íslandi því þar er að finna marga gististaði í nágrenni við golfvelli.
Hey Ísland og Bændaferðir
Ferðaþjónusta bænda hf. er ferðaskrifstofa sem byggir á áratugareynslu og þekkingu í ferðaþjónustu. Margir tengja hana við bændagistingu en hún er einmitt að stórum hluta í eigu bænda. Í dag er um þriðjungur ferðaþjónustubænda með hefðbundinn búskap. Sölusvið ferðaskrifstofunnar eru tvö, Hey Ísland og Bændaferðir.
Hey Ísland sérhæfir sig í ferðalögum innanlands og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá um 160 gististöðum, afþreyingu og veitingastaði við allra hæfi um land allt. Bændaferðir bjóða upp á innihaldsríkar utanlandsferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim. Ferðaskrifstofan er vottuð af Vakanum en áhersla er lögð á sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu.
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Hey Ísland er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar þar sem ræturnar liggja hjá fjölskyldureknum ferðaþjónustufyrirtækjum og styður hún þannig við sjálfbæra ferðaþjónustu í sveitum landsins. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því hægt er að velja á milli gistinga í sumarhúsum, gistiheimilum og sveitahótelum. Morgunverður er víða í boði en einnig er hægt að velja gistingu með eldunaraðstöðu. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og því getur verið spennandi að fara á milli staða, kynnast nýju fólki og upplifa sérstöðu hvers og eins.
Á vappi úti í náttúrunni
Í nágrenni gististaða Hey Íslands má finna marga spennandi afþreyingarmöguleika. Margir gististaðir eru í nágrenni við golfvelli en annar skemmtilegur og ódýr valkostur er Wapp gönguappið. Í Wappinu er að finna yfir 360 styttri og lengri gönguleiðir sem eru kortlagðar og innihalda ýmsa fróðleiksmola um það svæði sem gengið er um. Hey Ísland styrkir 20 gönguleiðir í Wappinu og í nágrenni við gististaði Hey Íslands geta einnig leynst fleiri skemmtilegar gönguleiðir.
Hleðsla í hlaði
Það fjölgar jafnt og þétt í hópi gististaða innan Hey Íslands sem bjóða upp á hleðslustöð fyrir rafbílaeigendur þar sem hægt er að hlaða bílinn yfir nótt og leggja í hann næsta dag á fullri hleðslu. Þeir sem ferðast um á rafbílum geta fundið gistingu með hleðslustöð með því að slá inn „hleðslustöð“ í leitarvélina á vefsíðu Hey Íslands.
Íslensk bókunarvél og sérsniðin þjónusta
Á vefsíðu Hey Íslands www.hey.is er að finna fjölbreytta gistingu og hugmyndir að ýmis konar afþreyingu. Upplýsingar um alla gististaði Hey Íslands er að finna á vefsíðunni og hægt að bóka beint af vefnum. Starfsfólk Hey Íslands er ávallt til þjónustu reiðubúið að koma viðskiptavinum til aðstoðar þegar sveitin kallar.
Hey Ísland tekur vel á móti þér!