Verðlaunahafar á Titleist Unglingaeinvígi GM 2021.
Auglýsing

Titleist Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli síðastliðinn föstudag í 17. sinn en mótið er haldið á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Hjalti Kristján Hjaltason, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, stóð uppi sem sigurvegari.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GM.

Titleist Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka.

Þrír keppendur komast áfram úr hverjum flokki í lokaeinvígið eftir spennandi forkeppni.

Eftirfarandi kylfingar hófu keppni í úrslitum:

  • Björn Viktor Viktorsson
  • Aron Ingi Hákonarson
  • Böðvar Bragi Pálsson
  • Bjarni Þór Lúðvíksson
  • Skúli Gunnar Ágústsson
  • Hjalti Kristján Hjaltason
  • Markús Marelsson
  • Arnar Daði Svavarsson
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir
  • Sara Kristinsdóttir

Úrslitin voru leikin með “shootout” fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hófu leik og datt einn leikmaður út á hverri holu þar til að einn kylfingur stóð eftir. Keppni var afar jöfn og spennandi og úrslit urðu eftirfarandi:

  1. sæti – Hjalti Kristján Hjaltason
  2. sæti – Aron Ingi Hákonarson
  3. sæti – Markús Marelsson
  4. sæti – Sara Kristinsdóttir
  5. sæti – Arnar Daði Svavarsson
  6. sæti – Skúli Gunnar Ágústsson
  7. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson
  8. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir
  9. sæti – Björn Viktor Viktorsson
  10. sæti – Böðvar Bragi Pálsson

Við hjá GM þökkum Titleist kærlega fyrir stuðninginn og óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Hjalti Kristján Hjaltason

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ