GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Í tilefni 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári hefur sambandið framleitt hlaðvarpsþætti þar sem að fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum.

Markmiðið er að nýta þetta form miðlunar til þess að koma upplýsingum úr innra starfi GSÍ á framfæri. Golfsambandið hefur í gegnum tíðina nýtt ýmis form til þess að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi golfhreyfingarinnar.

Tímaritsútgáfa er ekki lengur til staðar en þess í stað eru notaðar rafrænar leiðir til þess að miðla upplýsingum, á golf.is, í rafrænu fréttabréfi, samfélagsmiðlum og í nýjum hlaðvarpsþáttum.

Í þessum hlaðvarpsþætti er Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG, í viðtali. Úlfar er einn sigursælasti kylfingur Íslands fyrr og síðar, Norðurlandameistari, sexfaldur Íslandsmeistari, fyrrum atvinnukylfingur og golfkennari til margra ára.

Kristín María Þorsteinsdóttir, móta – og kynningarstjóri GSÍ og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ hafa umsjón með hlaðvarpi GSÍ.


Hér er einnig hægt að hlusta á hlaðvarpið við Úlfar – smelltu hér:

Hér er fyrsti hlaðvarpsþátturinn á vegum GSÍ, viðtal við Huldu Bjarnadóttur, forseta sambandsins.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing