/

Deildu:

Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson úr GR er í öðru til þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik ásamt Axel Bóassyni, fimm höggum undir pari vallarins en sjö höggum á eftir Birgi Leifi Hafþórssyni sem leiðir mótið. Þórður Rafn sló nokkuð vel í gær og kom inn á þremur höggum undir pari.

„Slátturinn var góður en pútterinn var hrikalega kaldur. Ef ég hefði verið að pútta betur hefði ég sennilega verið á svipuðu skori og Seli,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, úr GR, í pallborðsumræðum sem haldnar voru eftir hringinn í gær. Eins og fram kom í gær jafnaði Axel (Seli) Bóasson úr GK vallametið í Leirdalnum.

Spurður hvert leikskipulagið verði á morgun sagði Þórður Rafn. „Bara að setja þessi pútt ofaní svo við getum veit Birgi Leifi einhverja keppni. Ég og Seli þurfum að setja að sjá um þetta og skemmta áhorfendum heima.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ