Hola í höggi á lokaholunni eftirminnilegast
Hraðaspurningar: Herdís Lilja Þórðardóttir úr GKG:
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Ég held að það sé nú bara þannig að öll fjölskyldan mín er í þessu sporti þannig að þau fengu mig með sér í golfið.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Þegar ég finn að allt gengur vel og ég næ að leika mitt besta golf.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Ég stefni á að komast á skólastyrk í háskóla í Bandaríkjunum.“
Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Upphafshöggin og járnahöggin eru það sem ég treysti mest á.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Púttin og pitch höggin.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
„Þegar ég fór holu í höggi á 18. braut á lokahringnum á Húsatóftavelli í Grindavík á Íslandsbankamótaröðinni.“
Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
„Ömurlegt dræv 30 metrum til vinstri við skotmarkið fyrir framan hóp af fólki.“
Draumaráshópurinn?
„Tiger Woods, Annika Sörenstam og Jason Day.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„Hamarsvöllur í Borgarnesi, hann er skemmtilega hannaður og í góðu ástandi. Urriðavöllur hjá Oddi er einnig flottur keppnisvöllur og mjög krefjandi.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér?
„Fyrsta holan á Garðavelli á Akranesi, sextánda holan/eyjan á Hamarsvelli í Borgarnesi og sautjánda holan á Leirdalsvelli.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Söngur og leiklist, og mér finnst voðalega gaman að læra og vera í skólanum.“
Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Garðaskóla í 10. bekk.“
Staðreyndir:
Nafn: Herdís Lilja Þórðardóttir.
Aldur: 14 að verða 15.
Forgjöf: 10.8.
Uppáhaldsmatur: Allur matur er góður en pítsa og nautasteik er í uppáhaldi.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og Coke.
Uppáhaldskylfa: Get ekki gert upp á milli 9-járnsins og dræversins.
Ég hlusta á: Góða tónlist.
Besta skor í golfi: 73 högg.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods.
Besta vefsíðan: YouTube.
Besta blaðið: Að sjálfsögðu Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að fá bolta í mig.
[vc_row][vc_column width=“1/2″]Dræver: Callaway Great Big Bertha.
Brautartré: Callaway 5-tré, 7-tré.
Járn: Taylor Made.
Fleygjárn: 56 og 52 gráður.
Pútter: Scotty Cameron (GoLo Titleist[/vc_column][vc_column width=“1/2″]Hanski: Ecco.
Skór: Biom Ecco, svartir með tökkum.
Golfpoki: Ecco.
Kerra: ClickGear með svörtum dekkjum. [/vc_column][/vc_row]