Tómas Eiríksson fagnað Íslandsmeistarartitlinum með sveit GR á Selsvelli
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Ég hef gaman af því að spila einstaklingsíþrótt.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Félagsskapurinn.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Að komast á PGA-mótaröðina.“
Hver er styrkleiki þinn í golfi?
„Dræverinn.“
Hvað þarftu að laga í leik þínum?
„Stutta spilið.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
„Að vinna Íslandsmót golfklúbba með 15 ára liði GR á Selsvelli á Flúðum í sumar.“
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
„Á ekkert sérstaklega vandræðalegt augnablik á golfvellinum.“
Draumaráshópurinn?
„Ég, Jordan Spieth, Rory McIlroy og Tiger Woods.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„Kiðjabergið, vegna þess að hann er krefjandi en samt skemmtilegur.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
„Sjöunda brautin á Kiðjaberginu, vegna þess að maður á alltaf skemmtileg högg eftir á henni. Önnur brautin á Sjónum á Korpunni. Þar þarf að slá krefjandi högg. Sextánda brautin á Leirdalsvelli hjá GKG, þar er möguleiki á að enda hringinn á góðu skori.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Fótbolta.“
Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Réttarholtsskóla og fer í 9. bekk í haust.“
Staðreyndir
Nafn: Tómas Eiríksson Hjaltested.
Aldur: 14 ára.
Forgjöf: 4,5.
Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.
Uppáhaldsdrykkur: Rauður Kristall.
Uppáhaldskylfa: Dræverinn.
Ég hlusta á: Rapp og popp.
Besta skor í golfi: 70 högg á Korpunni.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.
Besta vefsíðan: Golf.is.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu? Að fá golfbolta í mig
[vc_row][vc_column width=“1/2″]Dræver: Taylormade RBZ Stage 2.
Brautartré: Srixon Zf45 4-tré.
Blendingur: Srixon Zh45 3-hybrid.
Járn: Srixon Z745 járn.
Fleygjárn: Cleveland RTX 588.[/vc_column][vc_column width=“1/2″]Pútter: Cleveland Classic 2.
Hanski: Srixon All Weather.
Skór: Nike.
Golfpoki: Taylormade.
Kerra: Clicgear. [/vc_column][/vc_row]