Hulda Clara Gestsdóttir, úr GKG, lék frábært golf á fyrri keppnisdegi Boilermaker Spring Classic háskólamótsins sem hófst í Indiana fylki í gær. Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 69-70 eða 5 höggum undir pari vallar og er í 2. sæti einungis einu höggi á eftir.
Það stefnir í spennandi keppni hjá Huldu í dag en skólinn hennar, Denver University, er í 2. sæti í liðakeppninnu.