Hulda Clara Gestsdóttir, úr GKG, náði frábærum árangri á Boilermaker Spring Classic háskólamótinu sem lauk í Indiana fylki í gær. Hulda lék hringina þrjá á 69-70-71 eða 6 höggum undir pari vallar og var einungis einu höggi frá sigurvegaranum.
Skólinn hennar, Denver University, endaði í 2. sæti í liðakeppninni. Næsta mót fer er Summit League deildarkeppnin sem fer fram eftir tvær vikur.