Hulda Clara Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára

Frá vinstri: Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður GS, Kinga Korpak, Hulda Clara og Andrea.

Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandmeistari í flokki 15-16 ára 2018 á Íslandsbankamótaröð unglinga.

Hulda Clara lék hringina þrjá á Hólmsvelli í Leiru á 236 höggum, Kinga Korpak úr GS og Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA komu þar á eftir á 246 höggum.

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (75-81-80) 236 högg (+20)
2.-3.Kinga Korpak GS (80-89-77) 246 högg (+30)
2.-3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (82-80-84) 246 högg (+30)

(Visited 428 times, 1 visits today)