Íslandsmótið í golfi fór fram á Jaðarsvell hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 5.-8. ágúst.
Þetta var í 18. sinn sem Íslandsmótið fer fram á Jaðarsvelli. Golfsamband Íslands var framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við GA.
Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki.
Einnig var keppt um Björgvinsskálina í fyrsta sinn.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG, fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem þau sigra á Íslandsmótinu í golfi.
Hulda Clara er fyrsti kylfingurinn úr röðum GKG sem fagnar þessum titli. Sigurinn er því sögulegur fyrir GKG því þetta er í fyrsta sinn sem báðir Íslandsmeistararnir eru úr GKG.
Alls hefur GKG sigrað 9 sinnum á Íslandsmótinu í karlaflokki – Birgir Leifur er með 6 titla, en aðrir sem hafa sigrað eru Sigmundur Einar Másson (2006), Bjarki Pétursson (2020) og Aron Snær Júlíusson (2021).
Í þessari frétt eru helstu upplýsingar um Íslandsmótið
Smelltu hér fyrir stöðuna.
Smelltu hér fyrir rástíma.
Myndasafn frá mótinu – smelltu hér.
4. keppnisdagur
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í golfi í dag á Jaðarsvelli. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra og í fyrsta sinn sem GKG fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Þetta er því sögulegur sigur fyrir GKG að báðir Íslandsmeistararnir eru úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Hulda Clara sigraði með nokkrum yfirburðum en hún lék hringina fjóra á 2 höggum yfir pari samtals. Þar á eftir kom Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, á +9 en hún náði að minnka 14 högg forskot Huldu Clöru á lokahringnum. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR, deila 3. sætinu á +20 samtals.
Aron Snær sigraði á 6 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á 72 höggum eða höggi yfir pari vallar. Hann náði góðu forskoti á keppinauta sína snemma á lokahringnum og sigldi sigrinum örugglega í höfn með jafnri spilamennsku. Jóhannes Guðmundsson, GR, varð annar á -2 samtals og þar á eftir komu þeir Lárus Ingi Antonsson, GA, Tumi Hrafn Kúld, GA, og Birgir Björn Magnússon, GK, Hlynur Bergsson, GKG:
3. keppnisdagur
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er á 4 höggum undir pari vallar eftir fyrstu þrjá keppnishringina. Hulda Clara hefur leikið á 70-69-70 höggum og er hún með 14 högg forskot á næstu keppendur.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, koma þar á eftir á +10 samtals.
Berglind Björnsdóttir, GR, er í 4. sæti á +14 og þar á eftir koma þrír keppendur á +15.
Hulda Clara Gestsdóttir í viðtali eftir 3. hringinn á Íslandsmótinu í golfi 2021.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir í viðtali eftir 3. hringinn á Íslandsmótinu í golfi 2021.
Aron Snær Júlíusson, GKG, er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi 2021 í karlaflokki.
Aron Snær er á 7 höggum undir pari samtals eftir að hafa leikið á 70-67-69 höggum. Hann á eitt högg á félaga sinn úr GKG, Hlyn Bergsson, sem hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 66-72-69 höggum.
Jóhannes Guðmundsson úr GR lék frábært golf í dag og kom sér í þrija sætið á 5 höggum undir pari samtals, en Jóhannes lék á 66 höggum í dag eða 5 höggum undir pari.
Þar á eftir koma þeir Birgir Björn Magnússon, GK og Tumi Hrafn Kúld, GA á 1 höggi undir pari vallar.
Aron Snær Júlíusson í viðtali eftir 3. hringinn á Íslandsmótinu í golfi 2021.
Hlynur Bergsson í viðtali eftir 3. hringinn á Íslandsmótinu í golfi 2021.
Holustaðsetningar á 3. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2021.
2. keppnisdagur
Hulda Clara Gestsdótir, GKG, er með átta högga forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi 2021 í kvennaflokki. Hulda Clara er á frábæru skori eða 3 höggum undir pari vallar eftir að hafa leikið á 70 og 69 höggum en par Jaðarsvallar er 71 högg.
Hulda Clara sagði eftir hringinn í dag að hún hefði náð að halda leikskipulaginu en hún fékk alls 4 fugla og einn örn (-2) á 2. holu. Fyrri 9 holurnar voru frábærar hjá Huldu Clöru eða 32 högg eða 4 högg undir pari. Á síðari 9 holunum fékk hún 3 skolla og 1 fugl.
Hulda Clara hefur ekki áður verið í þessari stöðu – að vera í efsta sæti á Íslandsmótinu þegar keppni er hálfnuð
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er á 5 höggum yfir pari vallar samtals eftir að hafa leikið á 73 og 73 höggum. Ragnhildur lék mjög vel á fyrri 9 holunum þar sem hún fékk 3 fugla og tapaði ekki höggi. Á síðari 9 holunum tapaði hún fimm höggum með fimm skollum.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er í þriðja sæti á 7 höggum yfir pari vallar samtals, 73 og 76.
1. keppnisdagur
Hlynur Bergsson lék best allra á fyrsta keppnisdegi. Hlynur, sem er í GKG, lék frábært golf við mjög góðar aðstæður og lék hann á 66 höggum eða 5 höggum undir pari vallar. Hlynur, sem er fæddur árið 1998, fékk sex fugla í dag og hann tapaði aðeins einu höggi. Hlynur er með þriggja högga forskot á næstu keppendur.
Jóhannes Guðmundsson, GR, Rúnar Arnórsson, GK, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, eru allir á 69 höggum eða -2 í 2.-4. sæti.
Jóhannes og Rúnar fengu báðir 3 fugla og 1 skolla, en Dagbjartur fékk 5 fugla en tapaði 2 höggum á hringnum.
Hulda Clara Gestsdótti, GKG, fékk alls sjö fugla á 1. keppnisdeginum en hún lék á 70 höggum eða -1 samtals.
Hún tapaði tveimur höggum með skramba á 5. og hún lék 9. brautina á þremur höggum yfir pari. Á síðari 9 holunum lék Hulda Clara frábært golf þar sem hún fékk 4 fugla og einn skolla.
Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, og Helga Signý Pálsdóttir, GR, eru jafnar í 2. sæti á einu höggi yfir pari vallar. Þar á eftir kemur Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, á +2 og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er á +3.
Halla Sif Svavarsdóttir og Halldór Rafnsson slógu fyrstu högg Íslandsmótsins. Þau hafa bæði gegnt ýmsum störfum fyrir Golfklúbb Akureyrar. Halla Sif sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri GA – og Halldór var formaður GA 2004-2012.
Holustaðsetninga á 1. keppnisdegi.
Kynningarblað Íslandsmótsins í golfi 2021.
Íslandsmeistarar í karlaflokki frá upphafi:
Ár | Nafn | Klúbbur | Titlar alls | Klúbbur alls |
1942 | Gísli Ólafsson | GR | 1 | 1 |
1943 | Gísli Ólafsson | GR | 2 | 2 |
1944 | Gísli Ólafsson | GR | 3 | 3 |
1945 | Þorvaldur Ásgeirsson | GR | 1 | 4 |
1946 | Sigtryggur Júlíusson | GA | 1 | 1 |
1947 | Ewald Berndsen | GR | 1 | 5 |
1948 | Jóhannes G. Helgason | GR | 1 | 6 |
1949 | Jón Egilsson | GA | 1 | 2 |
1950 | Þorvaldur Ásgeirsson | GR | 2 | 7 |
1951 | Þorvaldur Ásgeirsson | GR | 3 | 8 |
1952 | Birgir Sigurðsson | GA | 1 | 3 |
1953 | Ewald Berndsen | GR | 2 | 9 |
1954 | Ólafur Á. Ólafsson | GR | 1 | 10 |
1955 | Hermann Ingimarsson | GA | 1 | 4 |
1956 | Ólafur Á. Ólafsson | GR | 2 | 11 |
1957 | Sveinn Ársælsson | GV | 1 | 1 |
1958 | Magnús Guðmundsson | GA | 1 | 5 |
1959 | Sveinn Ársælsson | GV | 2 | 2 |
1960 | Jóhann Eyjólfsson | GR | 1 | 12 |
1961 | Gunnar Sólnes | GA | 1 | 6 |
1962 | Óttar Yngvason | GR | 1 | 13 |
1963 | Magnús Guðmundsson | GA | 2 | 7 |
1964 | Magnús Guðmundsson | GA | 3 | 8 |
1965 | Magnús Guðmundsson | GA | 4 | 9 |
1966 | Magnús Guðmundsson | GA | 5 | 10 |
1967 | Gunnar Sólnes | GA | 2 | 11 |
1968 | Þorbjörn Kjærbo | GS | 1 | 1 |
1969 | Þorbjörn Kjærbo | GS | 2 | 2 |
1970 | Þorbjörn Kjærbo | GS | 3 | 3 |
1971 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 1 | 12 |
1972 | Loftur Ólafsson | NK | 1 | 1 |
1973 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 2 | 13 |
1974 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 3 | 14 |
1975 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 4 | 15 |
1976 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 5 | 16 |
1977 | Björgvin Þorsteinsson | GA | 6 | 17 |
1978 | Hannes Eyvindsson | GR | 1 | 14 |
1979 | Hannes Eyvindsson | GR | 2 | 15 |
1980 | Hannes Eyvindsson | GR | 3 | 16 |
1981 | Ragnar Ólafsson | GR | 1 | 17 |
1982 | Sigurður Pétursson | GR | 1 | 18 |
1983 | Gylfi Kristinsson | GS | 1 | 4 |
1984 | Sigurður Pétursson | GR | 2 | 19 |
1985 | Sigurður Pétursson | GR | 3 | 20 |
1986 | Úlfar Jónsson | GK | 1 | 1 |
1987 | Úlfar Jónsson | GK | 2 | 2 |
1988 | Sigurður Sigurðsson | GS | 1 | 5 |
1989 | Úlfar Jónsson | GK | 3 | 3 |
1990 | Úlfar Jónsson | GK | 4 | 4 |
1991 | Úlfar Jónsson | GK | 5 | 5 |
1992 | Úlfar Jónsson | GK | 6 | 6 |
1993 | Þorsteinn Hallgrímsson | GV | 1 | 3 |
1994 | Sigurpáll Geir Sveinsson | GA | 1 | 18 |
1995 | Björgvin Sigurbergsson | GK | 1 | 7 |
1996 | Birgir Leifur Hafþórsson | GL | 1 | 1 |
1997 | Þórður Emil Ólafsson | GL | 1 | 2 |
1998 | Sigurpáll Geir Sveinsson | GA | 2 | 19 |
1999 | Björgvin Sigurbergsson | GK | 2 | 8 |
2000 | Björgvin Sigurbergsson | GK | 2 | 9 |
2001 | Örn Ævar Hjartarson | GS | 1 | 6 |
2002 | Sigurpáll Geir Sveinsson | GA | 3 | 20 |
2003 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 2 | 1 |
2004 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 3 | 2 |
2005 | Heiðar Davíð Bragason | GKj. | 1 | 1 |
2006 | Sigmundur Einar Másson | GKG | 1 | 3 |
2007 | Björgvin Sigurbergsson | GK | 4 | 10 |
2008 | Kristján Þór Einarsson | GKj. | 1 | 2 |
2009 | Ólafur Björn Loftsson | NK | 1 | 2 |
2010 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 4 | 4 |
2011 | Axel Bóasson | GK | 1 | 11 |
2012 | Haraldur Franklín Magnús | GR | 1 | 21 |
2013 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 5 | 5 |
2014 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 6 | 6 |
2015 | Þórður Rafn Gissurarson | GR | 1 | 22 |
2016 | Birgir Leifur Hafþórsson | GKG | 7 | 7 |
2017 | Axel Bóasson | GK | 2 | 12 |
2018 | Axel Bóasson | GK | 3 | 13 |
2019 | Guðmundur Agúst Kristjánsson | GR | 1 | 23 |
2020 | Bjarki Pétursson | GKG | 1 | 8 |
2021 | Aron Snær Júlíusson | GKG | 1 | 9 |
Fjöldi titla hjá klúbbum | |
GR | 23 |
GA | 20 |
GK | 13 |
GKG | 9 |
GS | 6 |
GV | 3 |
GL | 2 |
NK | 2 |
GKj./GM | 2 |
Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:
Ár | Nafn | Klúbbur | Titlar | Titlar klúbbur |
1967 | Guðfinna Sigurþórsdóttir | GS | 1 | 1 |
1968 | Guðfinna Sigurþórsdóttir | GS | 2 | 2 |
1969 | Elísabet Möller | GR | 1 | 1 |
1970 | Jakobína Guðlaugsdóttir | GV | 1 | 1 |
1971 | Guðfinna Sigurþórsdóttir | GS | 3 | 3 |
1972 | Jakobína Guðlaugsdóttir | GV | 2 | 2 |
1973 | Jakobína Guðlaugsdóttir | GV | 3 | 3 |
1974 | Jakobína Guðlaugsdóttir | GV | 4 | 4 |
1975 | Kristín Pálsdóttir | GK | 1 | 1 |
1976 | Kristín Pálsdóttir | GK | 2 | 2 |
1977 | Jóhanna Ingólfsdóttir | GR | 1 | 2 |
1978 | Jóhanna Ingólfsdóttir | GR | 2 | 3 |
1979 | Jóhanna Ingólfsdóttir | GR | 3 | 4 |
1980 | Sólveig Þorsteinsdóttir | GR | 1 | 5 |
1981 | Sólveig Þorsteinsdóttir | GR | 2 | 6 |
1982 | Sólveig Þorsteinsdóttir | GR | 3 | 7 |
1983 | Ásgerður Sverrisdóttir | GR | 1 | 8 |
1984 | Ásgerður Sverrisdóttir | GR | 2 | 9 |
1985 | Ragnhildur Sigurðardóttir | GR | 1 | 10 |
1986 | Steinunn Sæmundsdóttir | GR | 1 | 11 |
1987 | Þórdís Geirsdóttir | GK | 1 | 3 |
1988 | Steinunn Sæmundsdóttir | GR | 2 | 12 |
1989 | Karen Sævarsdóttir | GS | 1 | 4 |
1990 | Karen Sævarsdóttir | GS | 2 | 5 |
1991 | Karen Sævarsdóttir | GS | 3 | 6 |
1992 | Karen Sævarsdóttir | GS | 4 | 7 |
1993 | Karen Sævarsdóttir | GS | 5 | 8 |
1994 | Karen Sævarsdóttir | GS | 6 | 9 |
1995 | Karen Sævarsdóttir | GS | 7 | 10 |
1996 | Karen Sævarsdóttir | GS | 8 | 11 |
1997 | Ólöf María Jónsdóttir | GK | 1 | 4 |
1998 | Ragnhildur Sigurðardóttir | GR | 2 | 13 |
1999 | Ólöf María Jónsdóttir | GK | 2 | 5 |
2000 | Kristín Elsa Erlendsdóttir | GK | 1 | 6 |
2001 | Herborg Arnarsdóttir | GR | 1 | 14 |
2002 | Ólöf María Jónsdóttir | GK | 3 | 7 |
2003 | Ragnhildur Sigurðardóttir | GR | 3 | 15 |
2004 | Ólöf María Jónsdóttir | GK | 4 | 8 |
2005 | Ragnhildur Sigurðardóttir | GR | 4 | 16 |
2006 | Helena Árnadóttir | GR | 1 | 17 |
2007 | Nína Björk Geirsdóttir | GKj. | 1 | 1 |
2008 | Helena Árnadóttir | GR | 2 | 17 |
2009 | Valdís Þóra Jónsdóttir | GL | 1 | 1 |
2010 | Tinna Jóhannsdóttir | GK | 1 | 9 |
2011 | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | GR | 1 | 19 |
2012 | Valdís Þóra Jónsdóttir | GL | 2 | 2 |
2013 | Sunna Víðisdóttir | GR | 1 | 20 |
2014 | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | GR | 2 | 21 |
2015 | Signý Arnórsdóttir, | GK | 1 | 10 |
2016 | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | GR | 3 | 22 |
2017 | Valdís Þóra Jónsdóttir | GL | 3 | 3 |
2018 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | 1 | 11 |
2019 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | 2 | 12 |
2020 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | 3 | 13 |
2021 | Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 1 | 1 |
Fjöldi titla hjá klúbbum: | |
GR | 22 |
GK | 13 |
GS | 11 |
GV | 4 |
GL | 3 |
GKj./GM | 1 |
GKG | 1 |