Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021.
Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar sem er nýtt mótsmet.
Nánar á golf.is.
Aron Snær lék á 270 höggum eða 14 höggum undir pari vallar, Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á 12 höggum undir pari, jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á 9 höggum undir pari. Skorðið í karlaflokki var mjög gott en alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar.
Aron Emil fékk Björgvinsskálina, sem er veitt þeim áhugakylfingi í karlaflokki, sem er á lægsta skorinu.
Hulda Clara lék á 289 höggum eða 5 höggum yfir pari vallar, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja á +8.
Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Nánar um Guðfinnubikarinn á golf.is.
Íslandsmótið í golfi 2024 – allar fréttir