Golfsamband Íslands

Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar í golfi 2024 

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson. Mynd/seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. 

Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar sem er nýtt mótsmet.

Nánar á golf.is. 

Aron Snær lék á 270 höggum eða 14 höggum undir pari vallar, Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á 12 höggum undir pari, jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á 9 höggum undir pari. Skorðið í karlaflokki var mjög gott en alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar. 

Aron Emil fékk Björgvinsskálina, sem er veitt þeim áhugakylfingi í karlaflokki, sem er á lægsta skorinu.

Hulda Clara lék á 289 höggum eða 5 höggum yfir pari vallar, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja á +8. 

Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Nánar um Guðfinnubikarinn á golf.is. 

Smelltu hér fyrir úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn:

Íslandsmótið í golfi 2024 – allar fréttir

Hulda Clara og Aron Snær
Hulda Clara
Hulda Clara
Aron Snær
Aron Snær
Ragnhildur Kristinsdóttir Hulda Clara Gestsdóttir Andrea Bergsdóttir
Aron Emil Aron Snær Böðvar Bragi og Sigurður Arnar


Exit mobile version