Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Keppni hefst eftir þrjá daga en keppnishópurinn er mættur til Buenos Aires til þess að undirbúa sig fyrir stórmótið. Hópurinn flaug til Amsterdam frá Íslandi og þaðan til Buenos Aires.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar keppa á golfmóti sem tengist Ólympíuleikunum – og er þetta því sögulegur viðburður í íslenskri golfsögu. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, er með í för en alls eru níu keppendur frá Íslandi.

Keppnigreinarnar eru alls 32 og er Ísland með keppendur í fimleikum, frjálsíþróttum, golfi og sundi.

Alls eru keppnisdagarnir sex hjá íslensku kylfingunu og er keppt í einstaklings og liðakeppni. Setningarathöfn ÓL ungmenna er þann 6. okt.

Keppni í golfi hefst 9. október. Keppt er í einstaklingskeppni 9., 10. og 11. okt hjá báðum kynjum. Þann 13. okt hefst liðakeppnin og er leikinn fjórmenningur þann 13., fjórbolti þann 14. og sameiginlegt skor í höggleik telur á lokahringnum þann 15. okt.

 

Ingvar og Hulda í líkamsræktarsalnum sem er stór og glæsilegur. 


Hér mun íslenski hópurinn búa á meðan leikunum stendur.  Íslenski hópurinn mættur til Argentínu á ÓL ungmenna – en setningarathöfnin fer fram 6. okt og keppnin hefst daginn eftir. 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ