Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hefja leik í dag, miðvikudaginn 21. júlí, á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Royal Park Roveri á Ítalíu.

Alls eru 144 keppendur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Að loknum þriðja keppnisdegi komast 60 efstu áfram inn á lokadaginn.

Smelltu hér fyrir skor, rástíma og úrslit:

Mótið í ár er það 34. í röðinni en fyrst var keppt árið 1986. Á þetta mót komast aðeins bestu áhugakylfingar Evrópu. Alls eru 144 keppendur og koma þeir frá 27 mismunandi löndum.

Keppt er á Allianz vellinum sem er hannaður af by Robert Trent Jones Sr. en þessi völlur er á meðal bestu golfvalla Ítalíu.

<strong>Hulda Clara Gestsdóttir Myndsethgolfis<strong>
<strong>Ragnhildur Kristinsdóttir Myndsethgolfis<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ