Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hefja leik í dag, miðvikudaginn 21. júlí, á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Royal Park Roveri á Ítalíu.
Alls eru 144 keppendur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Að loknum þriðja keppnisdegi komast 60 efstu áfram inn á lokadaginn.
Smelltu hér fyrir skor, rástíma og úrslit:
Mótið í ár er það 34. í röðinni en fyrst var keppt árið 1986. Á þetta mót komast aðeins bestu áhugakylfingar Evrópu. Alls eru 144 keppendur og koma þeir frá 27 mismunandi löndum.
Keppt er á Allianz vellinum sem er hannaður af by Robert Trent Jones Sr. en þessi völlur er á meðal bestu golfvalla Ítalíu.





