Hulda Clara Gestsdóttir sló draumahöggið á PING/ASU háskólamótinu sem fram fór á Papago vellinum í Phoenix í Bandaríkunum á dögunum.
Hulda Clara fagnði Íslandmeistaratitlinum árið 2021 en hún keppir fyrir GKG hér á Íslandi – en hún er á háskólastyrk hjá Denver háskólaliðinu.
Völlurinn sem Hulda Clara keppti á var rétt rúmlega 6000 metra langur – en til samanburðar eru hvítir teigar á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 6080 metrar.
Hulda Clara lék hringina þrjá á 218 höggum eða +2 samtals (73-73-72) og endaði hún í 34. sæti