/

Deildu:

Hulda Clara, Ingvar Andri og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ.
Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Einstaklingskeppninni lauk í dag þar sem leiknir voru þrír keppnishringir á þremur dögum.

Ingvar Andri endaði í 9. sæti á +8 samtals (74-73-71). Ingvar Andri var í 12. sæti fyrir lokahringinn. Karl Vilips frá Ástralíu fékk gullverðlaunin á -4 samtals.

Hulda Clara endaði í 29. sæti á +35 samtals (81-82-82). Grace Kim frá Ástralíu fékk gullverðlaunin á +1 samtals.

Laugardaginn 13. okt hefst liðakeppnin og er leikinn fjórmenningur þann 13., fjórbolti þann 14. og sameiginlegt skor í höggleik telur á lokahringnum þann 15. okt.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar keppa á golfmóti sem tengist Ólympíuleikunum – og er þetta því sögulegur viðburður í íslenskri golfsögu. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, er með í för en alls eru níu keppendur frá Íslandi.

Keppnigreinarnar eru alls 32 og er Ísland með keppendur í fimleikum, frjálsíþróttum, golfi og sundi.

Alls eru keppnisdagarnir sex hjá íslensku kylfingunu og er keppt í einstaklings og liðakeppni. Setningarathöfn ÓL ungmenna er þann 6. okt.

Nánari upplýsingar um ÓL ungmenna er að finna hér:

 

Hulda Clara og Ingvar Andri MyndÍSÍ

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ