Þing Golfsambands Íslands fór fram laugardaginn 11. nóvember 2023 og þar var Hulda Bjarnadóttir endurkjörin sem forseti sambandsins til næstu tveggja ára.
Hörður Geirsson, varaforseti GSÍ og Viktor Elvar Viktorsson, formaður mótanefndar GSÍ gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Elín Hrönn Ólafsdóttir koma inn í stjórn GSÍ í þeirra stað.
Rekstur golfsambandsins gekk vel á síðasta rekstrarári. Rekstrartekjur GSÍ námu rétt rúmlega 226 milljónum kr. og rekstrargjöld voru einnig 226 milljónir. Nánar í ársreikningi hér fyrir neðan.
Stjórn GSÍ er þannig skipuð:
Birgir Leifur Hafþórsson, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Ólafur Arnarson og Ragnar Baldursson.
Birgir Leifur, Karen, Ragnar, Jón B. og Ólafur Arinbjörn eru kjörin til næstu fjögurra ára. Ólafur, Hjördís, Hansína, Jón S. og Elín eru kjörin til næstu tveggja ára.