Eitt af því allra jákvæðasta við þá staðreynd að vera ekki mjög góður í golfi er eftirfarandi:
Þeir sem slá flest högg skilja fleiri hitaeiningar eftir úti á vellinum.
Í grein sem birt var í tímaritinu Inside Golf árið 2012 var vitnaði í útreikninga sérfræðinga.
Þar kom fram að háforgjafarkylfingar ganga að meðaltali 8,9 km á 18 holu hring.
Lágforgjafarkylfingar ganga um 8,2 km að meðaltali og meðalkylfingurinn gengur um 8,5 km að meðaltali.
Kostir golfííþróttarinnar eru endalausir
Helsta einkenni golfíþróttarinnar á Íslandi er að golfið er almenningsíþrótt. Golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans.
Það eru fáar íþróttagreinar sem höfða jafn mikið til almennings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf við frábærar aðstæður hér á landi.
Kostir íþróttarinnar eru endalausir.
Ótrúlegur fjöldi golfvalla
Það eru um 70 golfvellir á Íslandi þar af 16 sem eru 18 holu vellir.
Stærsti hluti þeirra eða alls 54 eru því 9 holu vellir.
Á Höfuðborgarsvæðinu eru 11 golfvellir þar af eru 6 þeirra 18 holu vellir.
Stefán Þorleifsson, einn af stofnendum Golfklúbbs Norðfjarðar í Neskaupstað er elsti kylfingur landsins en hann fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 18. ágúst árið 2016. Stefán er því á 105. aldursári. Mynd/einkasafn.