Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2023 dagana 25.-27. ágúst.
Mótið er fimmta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ.
Skráning opnaði fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 14:00. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 miðvikudaginn, 23. ágúst
Golfklúbburinn Keilir sem mótshaldari, leggur mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins verði sem best er á kosið. Aðbúnaður keppenda er þar ekki undanskilinn.
Öllum keppendum verður boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana og verður hann í boði frá klukkan 06:30-10:00.
Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 14:00 á fimmtudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00 á 1. og 10. teig.
Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi keppenda er 72. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki. Þó skulu að lágmarki 18 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.
Mótsgjald
Karlaflokkur.
Hvítir teigar – 10.000 kr.
Kvennaflokkur.
Bláir teigar – 10.000 kr.
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður.
Búið er að taka frá eftirfarandi rástíma undir æfingahringi.
Þriðjudagurinn 22. Ágúst: 07:00-07:10-07:20-08:00-08:10-08:20
Miðvikudagurinn 23. Ágúst: 07:00-07:10-07:20-08:00-08:10-08:20-15:00-15:10-15:20-18:00-18:10-18:20
Keppendur eru vinamlegast beðnir um að hafa samband sem fyrst og bóka tíma áður en þeir verða opnaðir fyrir almenning. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn gegnum budin@keilir.is eða í síma 565-3360 til að panta rástíma.
Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald.
Í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis, verður slegið af grasi fyrir hringina alla daga mótsins og eru æfingaboltar í boði mótshaldara.