Golfklúbburinn Keilir fékk nú á síðustu misserum útnefninguna sem besti íslenski golfvöllurinn hjá hinu virta golftímariti Golf Digest. Ekki eru það einu verðlaunin sem Hvaleyrarvöllur fékk fyrir árið 2015, enn World Golf Awards útnefndu Hvaleyrarvöll einnig sem besta golfvöllinnn á Íslandi 2015. Aðrir vellir sem voru tilnefndir í Worldgolfawards.com; Jaðarsvöllur (Akureyri), Garðavöllur (Akranes), Urriðavöllur (Oddur), Grafarholtsvöllur (GR), Hólmsvöllur (GS), Vestmannaeyjavöllur (GV).
Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.
Nánari upplýsingar:
Hvað er World Golf Awards?
World Golf Awards™ serves to celebrate and reward excellence in golf tourism through our annual awards programme. World Golf Awards™ is part of World Travel Awards™
Það er gaman að sjá að eftir því er tekið að Keilir og starfsfólk okkar hefur lagt kapp á það, að Hvaleyrarvöllur sé ávallt í fremstu röð Íslenskra golfvalla. Til hamingju Keilisfélagar með þessi skemmtilegu verðlaun.