Íslandsmótið í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi 10-13 ágúst.
Þar sem fjöldi bílastæða er takmarkaður á golfvallarsvæðinu hafa verið útbúin bílastæði fyrir áhorfendur við hlið innkeyrslu á svæðið.
Þá er einnig valkostur að leggja við Urriðaholtsskóla eða við Kauptún en þaðan er 10 mínútna ganga inn á mótssvæðið. Til að spara óþarfa akstur kynnið ykkur meðfylgjandi kort sem sýnir staðsetningu bílastæða.

