Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2021 fór fram á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar dagana 18.-20. júní. Keppt var í kvenna – og karlaflokki. Mótið í ár er það 34. frá upphafi en fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla – og kvennaflokki árið 1988.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á Þorláksvelli á Íslandsmóti í fullorðinsflokki í einstaklingskeppni á vegum Golfsambands Íslands.

Keppnisfyrirkomulagið er líkt og verið hefur á undanförnum árum.

Skor keppenda í hverjum leik fyrir sig er fært inn í Golfbox og eru hlekkur á viðkomandi riðla hér fyrir neðan. Einnig er hægt að smella á myndirnar af hverjum riðli fyrir sig sem eru hér enn neðar í fréttinni.

Í karlaflokki léku Sverrir Haraldsson, GM og Lárus Ingi Antonsson, GA til úrslita. Andri Þór Björnsson, GR og Andri Már Óskarsson, GOS léku um 3. sætið. Sverrir Haraldsson hafði betur, 2/1, í spennandi úrslitaleik og fagnaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Andri Þór Björnsson sigraði á 20. holu í bráðabana gegn Andra Má.

Í kvennaflokki léku Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Eva Karen Björnsdóttir, GR til úrslita. Helga Signý Pálsdóttir, GR og Hulda Clara Gestsdóttir. GKG léku um 3. sætið.
Guðrún Brá sigraði 4/3 í úrslitaleiknum og er þetta í annað sinn sem hún fagnar sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Hulda Clara 2/1.

„C“ þýðir að viðkomandi leikmaður hafi tapað holu en ef báðir leikmenn eru með “-“ féll holan.

Karlar – úrslitaleikir smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Konur – úrslitaleikir smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Það var gríðarleg spenna í átta manna úrslitunum í karla og kvennaflokki. Hér fyrir neðan má sjá hverjir mætast í undanúrslitum. Það er ljóst að í karlaflokki fer nýtt nafn á verðlaunagripinn en þeir sem leika til undanúrslita hafa ekki sigrað áður á þessu móti. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er sú eina í kvennaflokki sem hefur sigrað áður á þessu móti.

Karlar – undanúrslit smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Keppendum í karla – og kvennaflokki er raðað í átta riðla og þar réð staða kylfinga á stigalista í hvaða riðlum þeir leika. Í riðlakeppninni eru leiknar þrjár umferðir – fyrsta umferðin fyrir hádegi föstudaginn 18. júní, önnur umferð eftir hádegi 18. júní og þriðja umferðin fyrir hádegi laugardaginn 18. júní.
Átta manna úrslit hefjast síðan eftir hádegi laugardaginn 18. júní – undanúrslitin fara fram fyrir hádegi sunnudaginn 20. júní og úrslitaleikirnir hefjast rétt eftir hádegi sunnudaginn 20. júní.

Karlar – 8 manna úrslit smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Konur – 8 – manna úrslit smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Nánari upplýsingar um riðla og rástíma – smelltu hér:


KONUR:


RIÐILL 1 – RAGNHILDUR K – ANNA JÚLÍA – NÍNA MARGRÉT.

RIÐILL 2 – GUÐRÚN BRÁ – ÁRNÝ EIK – HEIÐA GUÐNAD.

RIÐILL 3 – HULDA CLARA – ÁSDÍS – MARÍA BJÖRK – HEKLA INGUNN.

RIÐILL 4 – JÓHANNA LEA – MARÍA EIR – HELGA SIGNÝ – HÖGNA KRISTBJ.

RIÐILL 5 – SAGA – INGUNN E – KRISTÍN SÓL – KAREN LIND.

RIÐILL 6 – HEIÐRÚN A – ANNA RÚN – KATRÍN SÓL – AUÐUR S.

RIÐILL 7 – ANDREA ÝR – BERGLIND B – FJÓLA M. – BERGLIND ERLA.

RIÐILL 8 – EVA KAREN – PERLA SÓL – BJARNEY ÓSK – SARA K.


KARLAR:



RIÐILL 1 – BJARKI – SIGURÐUR B – ARON E – HELGI S.

RIÐILL 2 – ANDRI Þ – FANNAR I – HLYNUR G – THEODÓR K.

RIÐILL 3 – SVERRIR – VIKTOR I – ARNÓR I – PÉTUR S.

RIÐILL 4 – TÓMAS E – LÁRUS I – BJÖRN Ó – BJÖRN VIKTOR.

RIÐILL 5 – RÚNAR – BIRGIR B – INGI ÞÓR – BJARNI ÞÓR.

RIÐILL 6 – DAGUR – JÓHANNES – GUÐMUNDUR R – RAGNAR M. RÍKARÐSSON

RIÐILL 7 – KRISTÓFER ORRI – BÖÐVAR B – DANÍEL ÍSAK – KRISTJÁN ÞÓR.

RIÐILL 8 – ANDRI MÁR – RAGNAR M. GARÐARSSON – PÉTUR ÞÓR – ÖRVAR.

Föstudagur 18. júní 

Konur

Riðill 1 

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, eigast við í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um að komast í átta manna úrslit. Ragnhildur sigraði Nínu Margréti Valtýsdóttur, GR, 8/6 og Anna Júlía lagði einnig Nínu í spennandi leik sem endaði 1/0. 

Riðill 2 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Árný Eik Dagsdóttir, GKG, eigast við í úrslitaleik í lokaumferðinni. Þær höfðu báðar betur gegn Heiðu Guðnadóttur, GM, í dag. Guðrún Brá 6/4 og Árný Eik 4/3. 

Riðill 3

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er í kjörstöðu í þessum riðli eftir tvo örugga sigra í dag. Hulda lagði Heklu Ingunni Daðadóttur, GM, 6/5, og Maríu Björk Pálsdóttur, GKG, 8/7. Hulda mætir Ásdísi Valtýsdóttur, GR, í lokaumferðinni. Ásdís er með einn sigur gegn Maríu Björk, og Hekla Ingunn er með einn sigur gegn Ásdísi. Hulda Clara og Ásdís eigast við í lokaumferðinni og Hekla og María Björk eigast við í hinum leiknum. 

Riðill 4 

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er með tvo sigra eftir fyrsta keppnisdaginn. Hún lagði Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur, GSE; 2/0 og Helga Signý Pálsdóttir, GR, tapaði gegn Jóhönnu 2/1. María Eir Guðjónsdóttir, GM, mætir Jóhönnu Leu í lokaumferðinni en María er með einn sigur gegn Högnu. Helga Signý og Högna Kristbjörg mætast í lokaumferðinni. 

Riðill 5 

Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, er með tvo sigra eftir fyrsta daginn. Hún lagði m.a. fyrrum meistara Sögu Traustadóttur, GR, á 20. holu í fyrstu umferðinni. Hún sigraði Ingunni Einarsdóttur, GKG, á 19. holu. Kristín Sól Guðmundsdóttir, sem hefur tapað báðum sínum leikjum, er mótherji Karenar í lokaumferðinni. Saga mætir Ingunni í lokaumferðinni og þær verða báðar að stóla á að Kristín Sól sigri Kareni til að eiga möguleika á lenda í efsta sætinu. 

Riðill 6 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, og Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, eigast við í úrslitaleik um sigurinn í þessum riðli. Heiðrún sigraði Auði Sigmundsdóttur, 8/7, en tapaði gegn Katrínu Sól Davíðsdóttur, GM, 1/0. Arna Rún sigraði Katrínu Sól 4/3 og úrslitin gegn Auði réðust á 20. holu þar sem að Arna Rún hafði betur.

Riðill 7

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, og Berglind Björnsdóttir, GR, mætast í hreinum úrslitaleik um sigurinn í þessum riðli. Andrea sigraði Berglindi Erlu Baldursdóttur, GM, 4/2, og Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS, 8/7. Berglind sigraði Fjólu 1/0 og Berglindi Erlu 3/1. 

Riðill 8 

Eva Karen Björnsdóttir, GR, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, eigast við í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Eva Karen sigraði Söru Kristinsdóttur, GM, 4/3, og hún hafði einnig betur, 5/3, gegn Bjarney Ósk Harðardóttur, GR. Perla hafði betur gegn Bjarney, 3/2, og 4/3 gegn Söru. 

Karlar

Riðill 1

Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í kjörstöðu eftir tvo góða sigra í dag. Hann lagði Bjarka Pétursson, GKG, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi 3/2. Aron sigraði einnig Sigurð Bjarka Blumenstein, GR. Í lokaumferðinni er því mikil spenna framundan þar sem að Aron Emil leikur gegn Helga Snæ Björgvinssyni, GK, sem hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa. Bjarki og Sigurður Bjarki eigast við í hinni viðureigninni í riðli 1. 

Riðill 2

Andri Þór Björnsson, GR, og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, eigast við í úrslitaleik um að komast áfram í 8-manna úrslit í lokaumferðinni. Andri hefur unnið báðar viðureignir sínar líkt og Fannar. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, og Theodór Emil Karlsson, GM, mætast í lokaumferðinni. 

Riðill 3

Í riðli 3 er mikil spenna en Sverrir Haraldsson, GM, getur með sigri í lokaumferðinni tryggt sér efsta sætið. Sverrir hefur unnið báðar viðureignir sínar, fyrst gegn Pétri Sigurdóri Pálssyni, GOS, og síðan gegn Arnóri Inga Finnbjörnssyni, GR. Arnór og Pétur er báðir með einn sigur.  Arnór Ingi og Pétur Sigurdór eigast við í lokaumferðinni og Viktor Ingi Einarsson mætir Sverri Haraldssyni. 

Riðill 4

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, og Lárus Ingi Antonsson, GA, mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Tómas sigraði Björn Viktor Viktorsson, 6/4, og hann sigraði einnig Björn Óskar Guðjónsson, GM, 2/1. Lárus hefur einnig sigrað sömu mótherja, Björn Viktor 2/1 og Björn Óskar 2/1. 

Riðill 5 

Það er einnig spenna í 5. riðli. Ingi Þór Ólafson, GM, 4/3, sigraði Birgi Björn Magnússon, GK. Birgir sigraði Bjarn Þór Lúðvíksson, GR, 6/5. Bjarni Þór sigraði Rúnar Arnórsson, GK, 3/2 og Rúnar sigraði Inga þór 1/0. Birgir Björn og Rúnar eigast við í lokaumferðinni og það getur því allt gerst í þessum riðli. Ingi Þór og Bjarni Þór eigast við í hinum leiknum í lokaumferðinni. 

Riðill 6

Í sjötta riðli er mikil spenna er Jóhannes Guðmundsson, GR, í góðri stöðu eftir tvo sigra í dag. Hann lagði Guðmund Rúnar Hallgrímsson, GS, 5/3 og Ragnar Má Ríkarðsson, GM, á 21. holu. Ragnar Már er með einn sigur gegn Degi Ebenezerssyni, 3/1, og Dagur er með einn sigur gegn Guðmundi Rúnari.  

Riðill 7

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, er í góðri stöðu eftir tvo sigra í dag. Sá fyrri var gegn Kristjáni Þór Einarssyni, GM, 3/2 og sá síðari gegn Daníel Ísak Steinarssyni, GK, 1/0.Böðvar Bragi Pálsson, GR, og Kristján Þór Einarsson, GM, áttust við í í 2. umferð þar sem að Kristján Þór hafði betur á 21. Holu. Böðvar Bragi sigraði Ísak í fyrstu umferð 1/0 og er hann með einn sigur líkt og Kristján Þór.  Í lokaumferðinni eigast við Kristófer Orri Þórðarson, GKG, og Böðvar Bragi Pálsson, GR. Daníel Ísak Steinarsson, GK, mætir Kristjáni Þór Einarssyni, GM.

Riðill 8 

Andri Már Óskarsson, GOS, og Ragnar Már Garðarsson, GKG, eigast við í úrslitaleik um sigurinn í þessum riðli. Andri Már sigraði Örvar Samúelsson, GA, 6/5, og hann lagði Pétur Þór Jaidee, GS; 4/2. Ragnar sigraði Pétur 2/1 og Örvar 3/1. 

Nánari upplýsingar um riðla og rástíma – smelltu hér:

Fjórir fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni mæta til leiks í ár. Rúnar Arnórsson, GK, sem sigraði tvö ár í röð (2018 og 2019) verður á meðal keppenda. Kristján Þór Einarsson, GM, á einnig tvo titla í þessari keppni (2009 og 2014) en hann mun einnig keppa í ár. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sigraði árið 2011 og er með á þessu móti líkt og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, sem sigraði árið 2008. 

Bjarki Pétursson, GKG, Íslandsmeistari í golfi 2020, er á meðal keppenda en hann er með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu. Andri Þór Björnsson, GR, sem leikur einnig á Áskorendamótaröðinni mætir til leiks á Þorláksvöll. 

Fimm fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni eru skráðar til leiks í kvennaflokknum. Ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, er á meðal keppenda. Saga Traustadóttir, GR, sem sigraði árið 2019 tekur þátt líka og þær Heiða Guðnadóttir (GM) (2015), Berglind Björnsdóttir (GR) (2016), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) (2018). 

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, sem lék til úrslita á Opna breska áhugamannamótinu s.l. laugardag mætir til leiks. Ragnhildur Kristinsdóttir, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem léku einnig á því móti verða einnig með á Íslandsmótinu í holukeppni 2021. 

Nánari upplýsingar um riðla og rástíma – smelltu hér:

Íslandsmótið í holukeppni 2021 – konur og karlar.

Keppendur í karlaflokki eru 32 . Í kvennaflokki eru 30 keppendur – alls 62 keppendur.

Karlar

StigalistiNafnKlúbbur
4Andri Már ÓskarssonGolfklúbbur Selfoss
5Kristófer Karl KarlssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
6Tómas Eiríksson HjaltestedGolfklúbbur Reykjavíkur
7Bjarki PéturssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
8Sverrir HaraldssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
9Viktor Ingi EinarssonGolfklúbbur Reykjavíkur
10Rúnar ArnórssonGolfklúbburinn Keilir
11Ragnar Már GarðarssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
13Daníel Ísak SteinarssonGolfklúbburinn Keilir
15Birgir Björn MagnússonGolfklúbburinn Keilir
16Guðmundur Rúnar HallgrímssonGolfklúbbur Suðurnesja
17Böðvar Bragi PálssonGolfklúbbur Reykjavíkur
18Kristófer Orri ÞórðarsonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
19Aron Emil GunnarssonGolfklúbbur Selfoss
20Kristján Þór EinarssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
22Sigurður Bjarki BlumensteinGolfklúbbur Reykjavíkur
23Ingi Þór ÓlafsonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
24Jóhannes GuðmundssonGolfklúbbur Reykjavíkur
26Björn Óskar GuðjónssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
27Andri Þór BjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur
28Ragnar Már RíkarðssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
32Arnór Ingi FinnbjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur
33Fannar Ingi SteingrímssonGolfklúbbur Hveragerðis
34Örvar SamúelssonGolfklúbbur Akureyrar
35Pétur Sigurdór PálssonGolfklúbbur Selfoss
36Hlynur Geir HjartarsonGolfklúbbur Selfoss
37Pétur Þór JaideeGolfklúbbur Suðurnesja
38Theodór Emil KarlssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
39Bjarni Þór LúðvíkssonGolfklúbbur Reykjavíkur
42Björn Viktor ViktorssonGolfklúbburinn Leynir
43Helgi Snær BjörgvinssonGolfklúbburinn Keilir
44 Lárus Ingi AntonssonGolfklúbbur Akureyrar
45 (Biðlisti)Dagur EbenezerssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
46 (Biðlisti)Lárus Garðar LongGolfklúbbur Vestmannaeyja
47 (Biðlisti)Bjarki Snær HalldórssonGolfklúbburinn Keilir
50 (Biðlisti)Aron Skúli IngasonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
51 (Biðlisti)Pétur Óskar SigurðssonGolfklúbburinn Esja
66 (Biðlisti)Aron Ingi HákonarsonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
67 (Biðlisti)Elvar Már KristinssonGolfklúbbur Reykjavíkur
69 (Biðlisti)Jón GunnarssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
72 (Biðlisti)Róbert Smári JónssonGolfklúbbur Suðurnesja
91 (Biðlisti)Jóhann Frank HalldórssonGolfklúbbur Reykjavíkur
97 (Biðlisti)Kjartan Sigurjón KjartanssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar

Konur

StigalistiNafnKlúbbur
1Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGolfklúbburinn Keilir
2Ragnhildur KristinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
3Berglind BjörnsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
4Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGolfklúbbur Akureyrar
6Heiðrún Anna HlynsdóttirGolfklúbbur Selfoss
7Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
8Hulda Clara GestsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
9Eva Karen BjörnsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
10Saga TraustadóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
11Perla Sól SigurbrandsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
12María Eir GuðjónsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
13María Björk PálsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
14Anna Júlía ÓlafsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
15Árný Eik DagsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
16Arna Rún KristjánsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
17Ásdís ValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
19Katrín Sól DavíðsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
20Helga Signý PálsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
21Kristín Sól GuðmundsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
22Sara KristinsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
23Bjarney Ósk HarðardóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
26Nína Margrét ValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
28Fjóla Margrét ViðarsdóttirGolfklúbbur Suðurnesja
36Berglind Erla BaldursdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Ingunn EinarsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Heiða GuðnadóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Högna Kristbjörg KnútsdóttirGolfklúbburinn Setberg
Hekla Ingunn DaðadóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Auður Sigmundsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur

Stigalisti karla fyrir holukeppni

Stigalisti kvenna fyrir holukeppni

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

  • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
  • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
  • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
  • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
  • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
  • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
  • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
  • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
  • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
  • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
  • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
  • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
  • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
  • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
  • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
  • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
  • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
  • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
  • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
  • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
  • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
  • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
  • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
  • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
  • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
  • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
  • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
  • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
  • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
  • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
  • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
  • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
  • 2020: Axel Bóasson, GK (2)
  • 2021: Sverrir Haraldsson, GM (1)

Kvennaflokkur:

  • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
  • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
  • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
  • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
  • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
  • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
  • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
  • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
  • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
  • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
  • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
  • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
  • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
  • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
  • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
  • 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)
  • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
  • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7)
  • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
  • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
  • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
  • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
  • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
  • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
  • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
  • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
  • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
  • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
  • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
  • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
  • 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)
  • 2021: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ