Ingvar Andri Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára

Frá vinstri: Sverrir, Ingvar Andri, Jón og Viktor.

Ingvar Andri Magnússon úr GKG er Íslandsmeistari í 17-18 ára flokki pilta á Íslandsbankamótaröð unglinga. Sverrir Haraldsson úr GM varð annar, Viktor Ingi Einarsson úr GR og Jón Gunnarsson úr GKG voru jafnir í þriðja sæti.

Ingvar Andri sigraði einnig í þessum aldursflokki á Íslandsmótinu 2017.

1. Ingvar Andri Magnússon, GKG (72-77-71) 220 högg (+4)
2. Sverrir Haraldsson, GM (73-75-74) 222 högg (+6)
3.-4 Viktor Ingi Einarsson, GR (72-80-74) 226 högg (+10)
3.-4 Jón Gunnarsson, GKG (75-74-77) 226 högg (+10)

(Visited 616 times, 1 visits today)