Hulda Clara og Ingvar Andri.
Auglýsing

Ingvar Andri Magnússon (GKG) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) leika fyrir hönd Íslands  á Ólympíuleikum ungmenna, YOG, sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu 2018.

Ingvar Andri og Hulda Clara verða fyrstu íslensku kylfingarnir sem keppa í golfi á móti sem tengist Ólympíuleikunum.

Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Fyrstu sumarleikarnir fóru fram í ágúst 2010 í Singapore og fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í janúar 2012 í Austurríki. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá upphafi.

Næstu sumarleikar munu fara fram í Buenos Aires í Argentínu 2018

Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Aldur keppenda er 15-18 ára.

Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu leikarnir fram árið 2010 í Singapore. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í Innsbruck árið 2012.

Ísland hefur átt keppendur á leikunum frá upphafi. Í Nanjing í Kína 2014 vann íslenska drengjalandsliðið bronsverðlaun í knattspyrnu. Vetrarleikarnir 2016 fóru fram í Lillehammer í Noregi.

Markmið leikanna er að sameina besta unga íþróttafólk heims í keppni og leik við bestu hugsanlegu aðstæður. Boðið er uppá öfluga kynningu á Ólympíuhugsjóninni og áhersla lögð á að þróa menntun og mat á ólympískum gildum auk þess að ræða um þær ógnanir sem steðja að samfélaginu í dag. Þá er markmiðið að kynna enn frekar íþróttir ungmenna og efla þátttöku í íþróttastarfi á heimsvísu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ