Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) og Ingvar Andri Magnússon (GKG) eru úr leik á Opna breska áhugamannamótinu 18 ára og yngri.
Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót í heimi og voru keppendur alls 252. Leikið er á Royal Portrush og Portstewart völlunum rétt norðan við Belfast á Norður-Írlandi.
Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Portrush á næsta ári og Opna írska meistaramótið á Evrópumótaröð karla fer fram árlega á Portstewart.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leikinn er höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Keppendur leika báða vellina og komast 64 efstu áfram í holukeppni.
Dagbjartur lék á +12 samtals (78-77) 155 högg og endaði hann í 140. sæti.
Ingvar Andri lék á +15 samtals (81-77) 158 högg og endaði hann í 187. sæti.
Dagbjartur og Ingvar Andri léku á Royal Portrush á fyrri keppnisdeginum og Portstewart á síðari keppnisdeginum.
Þeir sem léku á +6 eða betur komust í 64 manna úrslit mótsins.
Nánari upplýsingar um mótið eru hér:
Þetta mót á sér langa sögu eða allt frá árinu 1921. Margir þekktir kylfinga hafa tekið þátt. Ronan Rafferty (1979), Jose Maria Olazabal (1983) og Sergio Garcia (1997) hafa m.a. sigrað á þessu móti.