Auglýsing

Landssamtök eldri kylfinga á Íslandi, LEK, stóðu að fjölmennu alþjóðlegu golfmóti á Íslandi dagana 31. júlí – 2. ágúst.

Keppendur voru 55 ára og eldri, 240 alls, og var keppt í karlaflokki.

Um 330 gestir komu til landsins í tilefni mótsins.

Það voru LEK og European Senior Golf Association, ESGA, sem stóðu að mótinu.

Keppt var á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Alls tóku 20 þjóðir sem þátt, og var keppt í höggleik án forgjafar og í punktakeppni.

Smelltu hér fyrir úrslit á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ – punktakeppni.

Smelltu hér fyrir úrslit á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík – höggleikur.

Smelltu hér fyrir myndasafn:

Í punktakeppninni sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ sigraði lið Bretlands, og Portúgal varð í öðru sæti og Spánn í því þriðja. Ísland varð í fimmta sæti.

Lið Íslands í keppni með forgjöf, Mosfellsbær.

Kjartan Jóhannes Einarsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, forgjöf 6,5
Gauti Grétarsson, Nesklúbburinn, forgjöf 1,9
Ingvar Kristinsson, Golfklúbburinn Keilir, forgjöf 10,3
Páll Poulsen, Golfklúbburinn Keilir, forgjöf 11,8
Iouri Zinoviev, Golfklúbbur Reykjavíkur, forgjöf 13,6
Þórhallur Óskarsson, Golfklúbbur Sandgerðis, forgjöf 5,9

Í höggleikskeppninni sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík sigraði lið Bretlands, Finnland varð í öðru sæti og Ísland í því þriðja.

Í einstaklingskeppninni varð Hjalti Pálmason í öðru sæti og Tryggvi Valtýr Traustason varð í fimmta sæti.

Lið Íslands í höggleikskeppninni, Reykjavík:

Guðmundur Arason, Golfklúbbur Reykjavíkur, forgjöf 2,8
Halldór Ásgrímur Ingólfsson Golfklúbburinn Keilir, forgjöf 2,8
Ólafur Hreinn Jóhannesson, Golfklúbburinn Setberg, forgjöf 3,5
Hjalti Pálmason, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, forgjöf +0,7
Guðmundur Sigurjónsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, forgjöf 1,8
Tryggvi Valtýr Traustason, Golfklúbburinn Setberg, forgjöf 0,0

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ