Golfsamband Íslands

Ísland endaði í 35.-36. sæti á HM áhugakylfinga

Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Aron Snær Júlíusson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ.

Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 35.-36. sæti á HM áhugakylfinga sem fram fór á Írlandi. Danir fögnuðu heimsmeistarartitlinum, Bandaríkin varð í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja.

Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram og eru 72 þjóðir sem tóku þátt. Keppt var um Eisenhower Trophy og var leikið á Carton House golfvallasvæðinu rétt við Dublin.

Ástralía hafði titil að verja á þessu móti en Bandaríkin hafa oftast fagnað HM titlinum eða 15 sinnum alls. Besti árangur Íslands á HM áhugakylfinga er 19. sæti árið 2010.

Staðan er uppfærð hérna:

Úrslit í einstaklingskeppninni eru hér:

4. keppnisdagur:

Lokahringurinn var sá besti hjá íslenska liðinu. Aron Snær lék á72 höggum eða pari, Bjarki Pétursson var á 68 eða -4 og Gísli Sveinbergsson lék á -1 eða 71 höggi.

Samtals lék íslenska liðið á -7.

Aron Snær Júlíusson (73-72-68-72) 285 högg
Bjarki Pétursson (74-73-75-68) 290 högg
Gísli Sveinbergsson (74-72-75-71) 292 högg

Í einstaklingskeppninni endaði Aron Snær á -5 samtals og það skilaði honum í 57. sæti.
Bjarki Pétursson lék á pari samtals og endaði í 87. sæti. Gísli Sveinbergsson lék á +2 samtals og endaði í 96. sæti í einstaklingskeppninni.

Frá vinstri Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ Aron Snær Júlíusson Bjarki Pétursson Gísli Sveinbergsson og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ

3. keppnisdagur: 

Aron Snær Júlíusson lék frábært golf á þriðja hringnum og skilaði hann sér inn á -5 eða 68 höggum. Gísli Sveinbergsson og Bjarki Pétursson léku báðir á +2 eða 75 höggum. Ísland er í 38.-41. sæti fyrir lokahringinn. Ísland lék á O’Meara vellinum á 2. og 3. keppnisdegi. Á lokahringnum leikur Ísland á Montgomerie vellinum líkt og á 1. hringnum.

Aron Snær Júlíusson 68 högg (-5)
Gísli Sveinbergsson 75 högg (+2)
Bjarki Pétursson 75 högg (+2)

2. keppnisdagur: 

Nýja-Sjáland er efst þegar keppni er hálfnuð á -20 samtals sem er mótsmet á 36 holum. Þar á eftir á -19 eru þrjár þjóðir jafnar, Danmörk, Taíland og Írland.

Tvö bestu skorin í hverri umferð telja. Alls eru leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum.
Ísland lék á O´Meara vellinum í dag og bætti liðið sig um tvö högg frá fyrsta hringnum.

Aron Snær Júlíusson 72 högg (par)
Gísli Sveinbergsson 72 högg (par)
Bjarki Pétursson 73 högg (+1)

Staðan er uppfærð hérna:

1. keppnisdagur: 

Íslenska liðið lék á +3 samtals en tvö bestu skorin í hverri umferð telja. Alls eru leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum.

Aron Snær Júlíusson 73 högg (+1)
Gísli Sveinbergsson 74 högg (+2)
Bjarki Pétursson 74 högg (+2)

Staðan er uppfærð hérna:

Árangur Íslands á HM áhugamanna í karlaflokki frá upphafi:

2016: Mexíkó: 26. sæti af alls 71 þjóð.
2014: Japan: Tóku ekki þátt.
2012: Tyrkland: 27. sæti af alls 72 þjóðum.
2010: Argentína: 19. sæti af alls 69 þjóðum.
2008: Ástralía: 29. sæti af alls 65 þjóðum.
2006: Suður-Afríka: 34. sæti af alls 65 þjóðum.
2004: Púertó Ríkó: 27. sæti af alls 65 þjóðum.
2002: Malasía: 39. sæti af alls 62 þjóðum.
2000: Þýskaland: 20. sæti af alls 59 þjóðum.
1998: Chile: Tóku ekki þátt.
1996: Filippseyjar: Tóku ekki þátt.
1994: Frakkland: 36. sæti af alls 44 þjóðum.
1992: Kanada: Tóku ekki þátt
1990: Nýja-Sjáland: Tóku ekki þátt.
1988: Svíþjóð: Dæmdir úr leik.
1986: Venesúela: Tóku ekki þátt.
1984: Hong Kong: Tóku ekki þátt.
1982: Sviss: 26. sæti af alls 29 þjóðum.
1980: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1978: Fídjieyjar: Tóku ekki þátt.
1976: Portúgal: Tóku ekki þátt.
1974: Dómíníska lýðveldið: 32. sæti af alls 33 þjóðum.
1972: Argentína: Tóku ekki þátt.
1970: Spánn: 36. sæti af alls 36 þjóðum.
1968: Ástralía: Tóku ekki þátt.
1966: Mexíkó: 30. sæti af alls 32 þjóðum.
1964: Ítalía: 32. sæti af alls 33 þjóðum.
1962: Japan: Tóku ekki þátt.
1960: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1958: Skotland: 30. sæti af alls 30 þjóðum.

 

Exit mobile version