Auglýsing

Heimsmeistaramót stúlknaliða í golfi fer fram í Kanada næstu daga og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem leika á því móti.

Lið Íslands er þannig skipað: Auður Bergrún Snorradóttir, Eva Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, er með liðinu sem þjálfari og Baldur Gunnarsson er sjúkraþjálfari liðsins.

Þetta er í níunda sinn sem þetta mót fer fram en fyrst var keppt árið 2014 en ekki var keppt 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur þar sem leiknar verða 72 holur, 18 holur á dag. Tvö bestu skorin í hverri umferð telja í liðakeppninni – en einnig er keppt í einstaklingskeppni. Þetta er í annað sinn sem Íslands fær boð um að taka þátt á þessu móti.

Sigurvegarinn í einstaklingskeppninni fær boð um að taka þátt á LPGA atvinnumóti sem fram fer í Kanada.

Smelltu hér fyrir stöðuna í liðakeppninni:

Smelltu hér fyrir stöðuna í einstaklingskeppninni:


Þjóðirnar sem taka þátt eru:

Belgía
Kanada 1
Kanada 2
Taívan
England
Finnland
Perú
Svíþjóð
Danmörk
Þýskaland
Ísland
Írland
Mexíkó
Suður-Kórea
Spánn
Sviss
Kólumbía
Tékkland
Frakkland
Hong Kong
Ítalía
Marokkó
Pólland
Bandaríkin

Eins og áður segir er þetta er í annað sinn sem Ísland fær boð um að taka þátt á þessu móti.

Í fyrra endaði Ísland í 20. sæti. Helga Signý Pálsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir skipuðu lið Íslands á því móti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ